Fullkominn 17.Júní

 

Byrjaði með því að við rétt misstum af sígildri skrúðgöngu. Það er ekki alltaf hægt að vera á tveim stöðum í einu og þrátt fyrir að þjóðvegurinn væri umferðaléttur tók sinn tíma að ná vestur í bæ og gera sig kláran í Þjóðhátíðardagskránna.

Við vorum þokkalega kát þegar við fundum fínt stæði á Landakotstúni og röltum í átt að skarkalanum. Við komuna á Ingólfstorg tókum við pásu og horfum á nokkrar danssveiflur þar til mjög listrænn danshópur mætti á sviðið sem sýndi nokkuð frumleg dansspor þá góndi sonurinn á mig og sagði "mamma kann fatlað fólk ekki að dansa !!! " Ég reyndi að fara ekki of mikið hjá mér og fór þá leið að útskýra að list væri svo ótrúlega margslungin og kæmi fram í mjög mörgum og ólíkum formum. Einnig væru alls ekki allir á sömu skoðun hvað væri falleg list, skemmtileg list o.s.frv.

Við hurfum frá Ingólsfstorgi og slengdumst í gegnum mannþröngina í leit að einhverju meira krassandi Wizard Þá næst vorum við dregin inn á hið lifandi bókasafn. Þetta fannst syninum hljóma sérlega spennandi þó mamman væri ekki jafn sannfærð - En inn fórum við og þar tók glaðbeittur ungur strákur á móti okkur og sagði að því miður væru ekki margar bækur á lausu en það væri þó ein bók á lausu sem væri afskaplega áhugaverð. "já ok" augu sonarins þöndust út meðan ungi maðurinn lýsti efni sögurþráðarins.

"Bókin fjallar um tvær lesbíur, sérlega áhugaverð í feminískum anda" Ég datt svo út hvort að lesbíurnar áttu unga foreldra eða hvort þær voru ungir foreldrar ... Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist kíkja við eftir nokkur ár þegar ég teldi gagnlegt að sonurinn færi að lesa um lesbískan feminista Blush "Mamma mig langaði að heyra söguna um lesbíurnar" sagði sonurinn svekktur. Jæja svo áfram slengdumst við milli alls kyns týpa af fólki, konum með kerrrur, karlar með hunda, börn með ís og Candyflos. Næst var því stoppað í sölubás til að kaupa klístraðan Candyflos sem gutta fannst nú eitthvað aðeins meira girnilegur ásýndum en á bragðið en hámaði í sig óþverrann þegar hann sá hryllingssvipinn á mömmu sinni. Við okkur blöstu fljótlega nokkur leiktæki Gutti iðaði í skinninu og hélt að nú kæmist hann í feitt. Þangað til við sáum að í tækin þurfti að afhenda miða. Tjald eftir tjald spurðum við um miða í leiktæki en enginn vissi neitt Shocking. Ekki var nú skárri röðin sem beið eftir að komast í þessi spennandi leiktæki svo ég fórnaði höndum og teymdi þann stutta á eftir mér í átt að Hljómskálagarðinum þar sem ég vonaðist eftir að finna ókeypis hoppukastala.

Í hallargarðinum við Fríkirkjuveg fundum við loks eitthvað til dundurs þó það væru ekki hoppukastalar. Eiginlega gleymdum við okkur dáltið þar og gættum ekki að því að Hljómskálagarðurinn pakkaði saman klukkan fimm !!! ÚPS þar fór það Sick

Súr á svip var haldið í átt að bílnum á ný Frown "Mamma ég skil nú ekki hvað er svona merkilegt við þennan 17.júní. Nei elskan ég skil það bara vel" sagði ég og yppti öxlum. Eitthvað hafði prógrammið mislukkast í þetta sinn og vonbrigðasvipurinn á barninu sagði mér að ég bæri totally ábyrgð á því Blush

Ég settist inn á Humarhúsið og ilmurinn sem kom á móti fékk hungursleftauma til að vætla niður með munnvikjum. Elskulegur þjónn vísaði okkur til borðs og gaf okkur matseðil. Til að reyna að bæta fyrir dáltið misheppnaðan dag var mér boðið á deit á Humarhúsinu. Þetta átti bara að vera ofur casúal dinner og um var samið að fá sér humarsúpu af forréttarlistanum sem aðalrétt og svo kanski kaffi og heita súkkulaði köku á eftir. Það hríslaðist um mig notatilfinning þegar rómantísk stemningin smeygði sér inn milli mergs og beins. Ég saup á hvítvíninu og horfði ástaraugum á herrann á móti mér. Mikið óskaplega er hann sætur hugsaði ég og fékk kipp í hjartað. Hann brosti breitt á móti og sendi mér blikk Joyful Ég veifa til stúlkunnar því borðherran hafði ekki mikla biðlund og iðaði í skinninu eftir mat. Hann var ekki hingað komin til að kurra eitthvað small talk með mér ... Á veitingastöðum borðar maður og svo pakkar maður saman og drífur sig heim !!!!

Stúlkan tók pöntun og ég bað með mildum og blíðum rómi um humarsúpuna sem aðalrétt. Stúlkan skrifar niður og segir "villtu þá ekki fá 500 gr humar? " Borðherran var komin á stjá svo ég nikkaði bara og rétt náði að grípa athygli herrans áður en hann hvarf frá borði. "Hvert ætlarðu elskan, geturðu ekki setið rólegur hjá mér smá stund? Bara rétt að bregða mér á snyrtinguna" svo hristi hann létt handartak mitt af sér og hvarf. Ég sat ein í korter og hugsaði með mér hvort hann hefði komist á séns á klósettinu. Síðan heyri ég nokk nokk og lít í átt að glugganum og þar stendur hann fyrir utan og brosir og vinkar mér Whistling Ég veifa honum og gef honum til kynna með nikki að ég siti ein og mér leiðist. Þá birtist hann loks og í sömu mund fáum við súpuna ... Ilmurinn kitlaði bragðlaukana og ég sleikti út um þegar ég dýfði skeiðinni ofan í skálina og leitaði eftir feitum bita af 500 gr. humar !!! "Hvar er humarinn !!! " rumdi í herranum. Ég brosti og hvíslaði vandræðalega ... uhmmmm ... Ég veit það ekki Errm

Súpan sveik ekki með bragðið þó ekki fyndist nema tveir humarbitar eftir vandlega leit. Nú til að gera vel við deitið mitt gaf ég honum báða mína - Hvað gerir maður ekki fyrir þann sem maður elskar af öllu hjarta Heart Ég var fyrri til að klára súpuna mína og stöffaði mig vel að brauði og greip svo þjóninn okkar þegar hún sveif framhjá og bað um að fá að skoða desertlistann.

"Villtu skoða hann núna spurði hún og var eitt stór spuringarmerki í framan. Já takk ég dunda við að kíkja í hann meðan herran klárar úr súpuskálinni sinni. Má kanski bjóða þér meira hvítvín spurði hún þá ... Nei takk en ég ætla að fá einn Cappuchino. Svipurinn á stúlkunni breyttist í enn meiri undur og svo stóð hún smá stund eitthvað vandræðaleg og greinilegt var að þetta voru eitthvað skrítnar aðstæður sem þessir ágætu gestir voru að koma henni í ??? Ég auðvitað góndi á móti og skyldi ekkert afhverju ég þætti eitthvað undarlegur matargestur og reyndi bara að brosa og bera höfuð hátt.

Eftir 5 sekúndna vandræðalega þögn milli okkar sagði hún loks. Á ég færa þér kaffið núna ? Já takk ég panta svo bara desertinn á eftir. Villtu fá það fyrir aðalréttinn ?? uhmmm ... aðalréttinn ??? Ég skyldi ekkert hvað stúlkan var að tala um og brosti bara og sagði pent við tókum súpuna sem aðalrétt. úps !!! "En þú pantaðir 500 gr. humarinn í aðalrétt" sagði hún með eitt stórt spurningarmerki í augunum

 " já jú uhmm auðvitað ... hvernig læt ég ... Æ úps ... ég var bara alveg !!! búin að gleyma því LoL"

"Heyrðu kanski við geymum þá bara kaffið þar til seinna og ég þigg heldur annað hvítvínsglas." Ég sá að stúlkunni létti dáltið þó hún hafi eflaust velt fyrir sér hvort ekki væri allt í lagi með heilasellurnar í kúnnanum. Svo ég átti þá von á vænum humarrétti í aðalrétt. Mér leist aftur ekki á þegar herran losaði beltið og bað um að hafa sig afsakaðan enn á ný því nú væri hann svo saddur að hann þyrfti að létta á sér úti. Guð nei ... ertu vitlaus maður þú ferð ekki út til að pissa fyrir utan veitingastað !!! Ertu klikkuð kona ég þarf bara frískt loft Gasp " Enn á ný sat ég ein við borðið og beið meðan borðherran gerði alls kyns skrítnar tilfæringar fyrir utan gluggan við borðið okkar. Á næsta borði var gæinn hættur að stappa vandræðalega niður fótum og farin að þreifa eftir bakinu á sinni borðdömu. Mér fannst nú samt eins og samræðurnar hefðu byrjað á því að hann væri að fara af landi brott. Jæja það má nú samt ná sér í eitt casúal deit þó maður ætli að stinga af stuttu seinna...Loks kom svo humarinn og ég dró inn ýstruna og byrjaði að raða ofan í mig einum og einum hala í einu. Tókst að koma nokkrum yfir á diskinn hjá herranum sem var búinn í bili að anda að sér nógu frísku lofti. Njóttu þess nú að borða sagði ég ... Það verður ekki humardinner á næstunni svo fyrst ég get troðið út vömbina þá getur þú það líka. Þú þakkar mér á morgun þegar þú vaknar svangur og ekkert kræsilegt til að narta í.

Þar sem þetta var bæði sérlega ljúffengt og mig grunaði að þetta væri allt of dýr máltíð til að hægt væri að leyfa sér að leifa á disknum kláraði ég samviskusamlega allt upp til agna. Ég fann að vömbin þandist meir og meir út svo mér létti mikið þegar síðasti bitinn rann ofan í maga. "Fáðu reikninginn ég bíð fyrir utan" deitið hvarf og ég gramsaði ofan í veski til að finna visakortið. Í staðinn fyrir létta 7 þús króna dinnerinn sem ég hafði lofað að bjóða upp á fékk ég núna reikning upp á 13 þús + enda bara velmegunarfólk sem vippar sér í tvírétta humardinner Kissing

Þegar ég kom út hnippti ég í deitið mitt og sagði - Hvernig væri nú að smella á mig einum kossi þú getur amk ekki kvartað yfir slæmum endi á þjóðhátíðardegi. "Takk mamma þú ert best " og svo ljómuðum við bæði þegar við rúlluðum heim á leið. Bæði alsæl eftir þreytandi dag með fullann maga af humarhölum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ, mjög skemmtileg grein hjá þér.  Ég hélti allann tíma að þetta væri sætur gæja sem þú væri að hitta.  En bara sonurinn eftir allt saman.  Hehehe.  Gaman af þessu.

 Kveðja, Karen.

Karen (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband