Spjalldrottningin fer á ball

 

 

 

Ég var nýbúin að hafna því að skella mér á grímuballpartý í anda halloween. Eitt af þessum barnlausu kvöldum sem ég ætlaði að nýta í rómantíska grátmynd, drekka rauðvín og fara snemma í háttinn.

 

Ég var nýbúin að hreiðrá um mig undir teppi upp í sófa og rökstyðja við sjálfa mig afhverju ég væri svona mikill félagsskítur þegar síminn hringdi. Eitt af mínum helstu partýljónum í vinahópnum hætti ekki fyrr en henni tókst að sannfæra mig um smá út á lífið brölt og þar sem ég var allt í einu komin í dansfýling þá hentist ég í sturtu og dró fram öll fegurðartrikkin.

 

Síðan mætti ég til að pikka upp partýljónið í þröngum gullbuxum, Prada gullskóm og hæfilega flegnum topp. Í staðinn fyrir að dást að því hvað ég hafði vandað valið vel þrátt fyrir að hafa engan spegil í nýju íbúðinni hjóðaði ljónið upp yfir sig og neitaði að taka mig með sér svona klædda. Röflaði eitthvað um að hún hefði ekki dressað sig upp.

 

Við skelltum í okkur nokkrum bjórum og brátt snerist talið um eitthvað allt annað en gullbuxur og stripparahæla. Reyndar töluðum við svo mikið að við næstum gleymdum að hringja í Taxa til að koma okkur í bæinn. Eftir 20 min bið og engan Taxi þá ákváðum við að hringja aftur. Við höfðum eitthvað farið á mis við fyrri Taxann svo nú ætluðum við sko að góma hann nema hvað. Úti kuldanum börðumst við við hvirfilbyl sem bara Grandinn er þekkur fyrir. Ég sé hann æpti ég fimm skrefum á undan partýljóninu mínu. Ég greikka sporin á fínu gullskónum en sé mér til skelfingar að Taxinn ætlar að stinga af aftur !!! Nei veina ég ...hann er að fara !!! Ég gleymi stund og stað og ekkert annað kemst að nema að grípa Taxann áður en hann yfirgæfi okkur enda klukkan langt gengin í tvö. Ég nálgast og sé Taxann stoppa ... Ég finn hvernig ég lyftist upp með símann í annarri og töskuna í hinni ... það rennur upp fyrir mér að ég sé á leiðini kylliflöt á jörðina ...umkomulaus að ná jafnvægi í rokinu. Síminn eða gullbuxurnar hvoru yrði bjargað !!! Það næsta sem ég veit er að ég steinligg eins og barinn boxari.

Nýju gullbuxurnar með gati á hnénu, fimm fingur af 10 blóðugir og hruflaðir, hruflað hné en heill gemsi og heilir hælar !!!

 

Við komumst þó niður í bæ með mig plástraða. Gullbuxunum var að sjálfsögðu skipt út fyrir nýtt look og nýja skó J Við mæltum okkur mót við næturdrottninguna á Thorvaldsen. Það var ekki erfitt að finna hana því við spottuðum fljótt hóp karlmanna á dansgólfinu sem kepptust við að ná athygli og í miðjunni fundum við næturdrottninguna sjálfa.

Eins og alltaf þegar komið er út á dansgólf fóru liðamótin að hitna og brátt hvarf allur sársauki. Við flengdumst á milli dansfélaga, sumir loðnir, aðrir sveittir, sumir mjúkir, sumir heitir amk það sem straukst við í lærið í dansinum. Nóg var framboðið þar til klukkan var langt gengin í korter í fjögur. Þá kom á daginn að karlmennirnir ætluðu allir saman í partý nema hvað "sorry no girls, only guys" J J

 

Já svona fer það stundum korter í fjögur næst ætlum við því að prófa gamla góða tímann korter í þrjú J

 

Á leiðinni í leigubíl týndist næturdrottningin enda var hún komin á veiðar og þeir fiska vel sem róa !!!  Á leið yfir Lækjartorg dundi í Whitney Houston frá einum staðnum og auðvitað við ennþá glóðvolgar eftir villtu dansana bjuggum til heimatilbúin skemmtiatriði á leið í leigubílaröðina. Fengum að sjálfsögðu óvænta athygli fyrir söng og dans hvort sem það var sama aðdáun fólgin í því og við ímynduðum okkur.

Leigubílaröðin var alls ekki eins leiðinleg og við áttum von á og það er greinilegt að það er kanski akkúrat leigubílaröðin sem er besti pikkupp staðurinn korter í fjögur J


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

já, næturdrottningin er duglegust allra drottninga að veiða... og hún á alltaf nægan kvóta

Vilma Kristín , 27.10.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband