Úfin heimasæta veltir fyrir sér nýju þema fyrir árið

Ég veit ekki hvað er langt síðan ég reimaði á mig spariskóna og þrengdi almennilega að lífstykkinu fyrir almennilegt sparikvöld í 101 Reykjavík. Í staðinn er ég að verða samgróin sjálfri mér hér heima, köttunum mínum og sápuóperunum í sjónvarpinu. Ég þrýfst á Beverly Hills, gömlu góðu sápunni sem mótaði líf mitt á unglingsárunum. Snjáðu og mittisþröngu gallabuxurnar hafa ekki verið settar í þvott í mánuð og nú sef ég og vakna ég í sömu krumpuðu peysunni sem ég ætti að vera búin að henda út fyrir tveim árum síðan. Ninja

Í ipodinu fjalla öll um það hvað það sé frábært að vera single og karlmannslaus og það sé hvenær sem er hægt að finna substitude for last love. Kvennhetjulög eru í uppáhaldi þessa dagana.

Ég leiði hjá mér allt jólastress enda er ég sumarbarn og þrífst best í sól og hita. Ég er nú samt enginn Scroots svo ég reyni að láta sem ég sé í þessu jóla jóla ... með öllum hinum. Skemmtilegast við jólin er samt allt lífið sem kviknar. Ljósin og skrautið sem setur sinn svip á umheiminn. Mér finnst líka jólatréð svo fallegt þegar það er pökkum skreytt og að lokum er það messann á aðfangadag jóla. Reyndar þar sem ég á ótrúlega erfitt með að fylgja klukkunni þá er ég svo oft sein og missi af því að setjast á kirkjubekk með öðrum syndaselum. Þá kveiki ég á Gufinni og hlusta heima og læt hugann reika um árið sem er að líða. Reyni að kveðja gamla drauga sem sveimað hafa í kringum mig á árinu sem er að líða og strengi þess heit að þegar nýtt ár gengur í garð verði líka ný ég sem vakna á nýársmorgun.

Ég dett dáltið inn á persónuþemu. Þetta árið er það algjörlega úfna heimasætan sem hefur verið allsráðandi. Pæjufötin mín næstum ósnert inn í skáp ... Meira að segja nokkur skópör við betri klæðnað sem aldrei hafa verið notuð. Kjólar sem hafa ekki farið úr dry cleaning plastpokanum síðustu 12 mán. eða þá hanga verðmiðar ennþá á kjólbakinu.

Hef algjörlega dottið úr tísku hvað djammið varðar. Ef tekst að draga mig út úr húsi endar kvöldið vanalega á crazy stöðum þar sem annað hvort við föllum undir það að vera wannbe gellur og aldurstakmarkið ekki yfir 25, allir í kringum okkur eru með hneppt niður á maga og konurnar á barnum bjóða í glas og tilbúnar að taka að sér að leiða úr læðingi tvíkynhneigð þó ekki nema eina nótt. Þriðja dæmið væri svo staðir þar sem maður er algjörlega aðal gellann á staðnum en aðrir í kring virðast frekar falla undir skuggaheima 101 en að vera í þotuliði 101. Síðasta minning mín frá djamminu var svo á þá leið að meðalhæð fólksins var ekki mikið meiri en 170 cm, flestir voru ekki íslenskumælandi og sögur fóru af því síðar að nokkrir karlmenn hefðu haft það fyrir áhugamál inni á staðnum að mynda afturenda kvenna sem voru of uppteknar að dansa til að velta fyrir sér hvað væri að gerast í næsta nágrenni. Mér fannst ég öllu heldur vera komin í China town N.Y.City en á djammið í miðborg Reykjavíkur.

Einu sinni var það Glaumbær sem var og hét, síðan var það Broadway og Amma Lú sem slóu í gegn, eftir það lá leiðin á Borgina og Mímisbar og flottustu galaböllinn voru í Súlnasalnum ... Hvert skal halda í dag ?? Ég á mér eiginlega bara engann uppáhalds griðastað fyrir næturlífið og kanski ein aðalástæðan fyrir þema ársins - Hanga heima og gera ekki neitt Wizard

Á núna eftir að finna mér nýtt þema á næsta ári því þetta er orðið ágætt og komin tími á að poppa stund og stað upp með einhverju splunkunýju.

 


Dagur franskrar tungu !!!

Það var nú eiginlega þannig að ég ætlaði mér alltaf að búa í Frakklandi. Fannst franskur matur æði, frönsk tíska "mega genuine", franskir karlmenn ... bara ú la la ... Paris fallegasta borg í heimi "et la vie en france magnificent Heart" Cote d´Azur var la ville amour Heart Þar lá ég fyrir nokkrum öldum síðan, sleikti í mig sól og franska menningu.

Þannig að til að komast sem næst draumi mínum var ákveðið að fara og læra frönsku. Það vantaði nefninlega algjörlega upp á tungumálaskilninginn þarna "dans la France". Ég hitti hvern franska sharmörinn á fætur öðrum en alltaf stóð ég á gati og gat hvorki skilið upp né niður í einu eða neinu sem þeir reyndu að tjá sig um. Sömu sögu var að segja af þeirra hálfu, þetta endaði vanalega í hálf vandræðalegum bendingum og brosum og Sideways 

Jafnvel hin einföldustu orð ástarinnar skyldust illa og þó maður hefði ætlað að ekki þyrfti mikið að skilja þegar sumarástin er annars vegar þá því miður varð þetta einum of flókið allt saman og frá Frakklandi varð ég að hverfa án þess að finna franska sharmeurinn FootinMouth. Þótt liðin séu ár og öld er franskan ekki gleymd. Ég brá á það ráð að reyna að endurlífga drauminn og settist á skólabekk og dró fram frönsku orðabókina mína. Próf á morgun en eitthvað er ég að slugsa við þetta og sit frekar hér og rifja upp í dagbókinni minni meðan frönskutextarnir liggja á borðinu, undirstrikaðir hér og þar. Eins falleg og franskan er þá finnst mér alveg skelfilega erfitt að læra hana Crying Búin að sitja stjörf og hlusta á heila spólu á frönsku og ég skil bara annað hvert orð af orðagjálfrinu sem vellur út úr frekar glötuðum texta. Sick

Alors, best að halda áfram því ekki er tekið mið af því á prófi hvort maður hafi brilliant orðskilning eða ekki svo áfram með frönskuna et bon nuit !!!

Au Revoir !!!

 Kann ekki einu sinni að skrifa eitthvað ægilega smart á frönsku Undecided


James Bond mood

Fann á frábæru tónlistarsíðunni minni öll bestu lögin úr 007. Þannig meðan ég var að renna í gegnum ný downloadað lagasafnið þá fór ég að reyna að fikta hérna inni og henda inn nokkrum nýjum tenglum og myndum.

Nema hvað Sick það birtist alltaf double eintak af myndum á síðunni. Búin að reyna að haka við virk, eyða ... you name it ... en allt kemur fyrir ekki og alltaf hanga inni tvö eintök af hverri mynd. Þar sem ég er sérlega ódugleg með myndavélina og einu skiptin sem ég dreg hana fram er einna helst þegar ég er að mynda kettina mína. Flestar myndir af syni mínum eru til að mynda teknar af einhverjum öðrum en mér. Ég á því ekki mikið af krassandi myndum til að setja inn á ... nokkrir vinir mínir biðu í ofvæni eftir myndum af mér fáklæddri ... Blush Held þeir verði bara að komast að því á annann hátt hvernig ég lít út fáklædd LoL 

Trikkið er strákar að koma í heimsókn á réttum tíma Bandit Annars er það líka bara dáltið thrill að hafa ykkur í skjóli nætur að hugsa til mín Kissing Ég er gott efni í góða dagdrauma/næturdrauma

 Í tilfefni af James Bond themanu í kvöld henti ég inn nokkrum af mínum favorite Bond lögum ...Næsta í röðinni er eiginlega að fara og sjá Casiono Royale...Hef ekki séð Bond myndir í nokkur ár ... Pierce var ekki alveg my type of Bond þó hann sé alls ekki óhuggulegur .... Nú held ég aftur að Bond sé more my type InLove


Mætt á staðinn á ný :)

Jæja þá er ég mætt á ný. Reyndar var ég búin að skrifa 5 tilfinningaþrungnar blaðsíður í dagbókina mína...Smelli á vista og skoða ...hleyp niður að horfa á uppáhaldssápuna mína og þegar ég kem aftur horfi ég á frosinn skjáinn og öll mín tilfinningaþrungnumálefni týnd og ekkert nýtt blogg fyrir aðdáendur mína Woundering

Ætla að reyna að gera tilraun tvö meðan ég hlusta á nýjustu mp3 downlodin mín. Hvað get ég nú deilt með ykkur úr daglegu lífi drottningarinnar?

Ekki alls fyrir löngu þrammaði ég í bæinn á nýju Prada skónum geislandi af hamingju á stefnumót við bestu vini mína þessa dagana. Kynjakettir voru samankomnir til að skemmta sér og sínum og auðvitað fór ekki á milli mála að sjálf spjalldrottningin var mætt til að halda uppi stemningu með alræmdu skopskyni sínu.  Kvöldið endaði inn á Thorvaldsen þar sem stelpurnar tóku nokkur smart spor á gólfinu og Pradaskórnir voru langt í frá orðnir þreytulegir þegar blásið var í herlúðra og brottfaratími á þá sem vildu ná ókeypis fari heim. Þar fór í verra fyrir strákana á staðnum því þarna hurfu þrjár sætar single heim með tómt fangið.

Eitthvað þarf maður nú að hafa ofan af fyrir sér með meðan beðið var eftir sljálfboðaliðsbílstjóranum ... Súlurnar á Borginni komu að góðum notum sem dansherrar og sveiflaðist drottningin á milli súlna í nýju Pradaskónum og hélt á sér hita meðan skvísurnar hinar hvöttu hana til dáða með lófaklappi og lofsöng. Ekki spurning að bærinn var kvaddur með stæl ! - En þegar heim var komið skreið upp í rúm lafmóð og másandi ungfrú með áreynsluasthmaeinkenni sem ætlaðu aldrei að líða hjá enda ekkert púst í náttborðskúffunni ... Sá bleiki enn off duty og titrar ekki neitt Devil  Svo hver þarf að pústa sig þegar ekkert fjör er í hjónasænginni... Það verður því enginn súludans af minni hálfu á næstunni W00t

Nú eru prófin næst á dagskrá með tilheyrandi skapillsku og geðvonskuköstum. Þeir sem neyðast til að vera í kringum mig þessa dagana eiga alla mína samúð en vona að nánustu vinir og vandamenn reyni að umbera mig eftir bestu getu og öll vorkunsemi er MJÖG VEL þegin því mér finnst ég eiga alveg hrikalega bágt.

London var æði - LOVE IT - Ætla að finna sætan ógiftan Breta ... Eitthvað við Bretann sem hefur heillað lengi Cool Mér finnast breskir karlmenn geðveikt sexy þegar þeir tala ... kikna undan þessum accent. Íbúðin í London er æði !!! Love it too !!! Auðvitað var mikið um wining og dining á 5 stjörnum, eins og alltaf hjá mínu fríða föruneyti sem fylgdi með í ferðapakkanum. Hótel Youmans er með frábæra staðsetningu (enn ekki alveg með á hreinu hvernig á að skrifa Jómans Smile ) Oh my GOSH !!! Nema hvað er ekki ein af mínum uppáhalds búðum á næsta götuhorni. Fyrir utan að vera mikil Prada kona þá er ég gagntekin af Armani ...Skutlan ég varð að fara inn. Var varla komin inn þegar brosandi afgreiðslustúlka tók mig upp á sína arma ... sá greinilega "spender look" á  mér því slefið rann úr báðum munnvikjum. Áður en ég vissi af stóð ég glaðbeitt fyrir framan afgreiðsluborðið með gullkortið útrétt og slaufuskreyttan Armani innkaupapoka í hinni. Kvaddi svo og brosti colgate "see you soon" Heart - Við vorum báðar in love - Ég yfir kaupunum og brosmilda stúlkan yfir bónusnum LoL

Næst á dagskrá var að fara með soninn í menningarferð og var helsta ósk hans að fara í R.L Polo sem er heitasta tískumerkið hans í dag. Mamman fékk smá sting enda beið einn Prada poki í skápnum með innpökkuðum gelluskóm og slaufuprýddi Armani pokin sem var svona I love you present fyrir sjálfa mig því ég á engann karl svo ég get sparað múltí money í jólagjöf handa kærasta, viðhaldi eða eiginmanni.

Jæja þá það, við í Polo enda var múttan í ljómandi skapi eftir allt hvítvínið sem fylgdi lunchinum. Í Polo hittum við á svo sætan strák sem vildi allt fyrir okkur gera. Á meðan ég valdi með elskulega sölumanninum viðeigandi prinsaföt þá sat sá stutti og lét ekki bæra á sér enda niðursokkin í myndlist - Barnið mitt litaði sitt besta listaverk til þessa ... og fékk greinilega mikla menningarandgift á staðnum. Síðan trítluðum við bæði rjóð í vöngum heim á leið með stútfullann Polo poka - Heim í rauðvínsglasið til að ná að hvíla sig og slaka á.

 


Ekkert títt :)

Jæja það er farið að halla að degi. Mér var kurteisislega bent á um daginn að ég hefði verið full löt að skrifa undanfarna daga. Þannig er að ég bara hef ekki haft frá neinu að skrifa í dagbókina mína.

 Ég var byrjuð að skrifa um uppreisn æru minnar og ætlaði að tileinka nokkrum útvöldum karlmönnum sem átt hafa leið um líf mitt þær blaðsíður. Ég var sest niður og út flæddi hitt og þetta sem ég aldrei náði að fá útrás fyrir. En svo að lokum fannst mér það ekki birtingarhæft og ætla að gera smá ritskoðun á því sem lá á hjarta. Glottandi

 Nú af mér er lítið að frétta síðustu daga. Ég rambaði inn í Karen Millen um daginn og fékk algjört kjólatremma. Ég kolféll fyrir kjól sem ég er viss um að gæti breytt mér í Paris Hilton, classy lady. Nema nú standa yfir viðhaldsaðgerðir á heimilinu svo ég veit eiginlega ekki hvernig ég gæti fjármagnað kjólakaup eins og er.Óákveðinn Nú svo er það líka annað, ég á nú þegar nokkra kjóla sem ég hef notað að meðaltali þrisvar síðustu fimm árin. Suma þeirra hef ég næstum ekkert notað enda bara fyrir galahlutverk eða prinsessupartý. Engu að síður hefur kjóllinn úr Karen Millen ásótt drauma mína og alveg sama hvað ég reyni að gleyma honum...Ég get ekki hætt að hugsa um hannÖskrandi

Þegar ég gekk svo framhjá Karen Millen í dag togaði aðdráttaraflið mig inn og ég hugsaði með mér að það sakaði varla að máta. Kanski myndi ég ekkert breytast í Paris Hilton og þá myndi mig hvort eð er ekkert langa til að kaupa kjólinn. Þið vitið stundum hangir eitthvað æðislegt á slá en svo hverfur ljóminn af því þegar maður mátar. Svo þannig átti þetta að fara hjá mér ... Máta og hugsa æ nei ... ekkert spes.

Þegar ég geng inn er það fyrsta sem ég rek augun í, bláir satinkór!!!!!! ...æ nei...hver skrambinn ... ég var ekki komin til að falla í skótremma. Ég strauk þeim og dáðist að þeim ... og ekki bara flottir skór ...heldur ljósbláir í stíl við kjólinn- Vá !!!  Ég sá mig eins og skvísurnar á rauðadreglinum gala gellann í Karen Millen með veski og skó í stíl. Já sko með svona skó þýðir ekki annað en að eiga veski í stíl. Ullandi

Ég fékk mig loks til að slíta mig frá skónum en auðvitað var ég ekki búin að gleyma þeim neitt frekar en kjólnum sem ég var komin til að kíkja á. Ég dreif mig loks í kjólinn og skóna ... og Koss LOVE.

Kanski ekki alveg Paris Hilton en svona wanna be any way - Þannig að á endanum fannst mér ég bara eiga það skilið að smella mér á dressið !!! Ef ég get ekki verið pæja fyrir sjálfan mig - Fyrir hvern þá ???

Síðan tók ég til fótanna með innkaupapokann í annari og samviskubitið í hinni Svalur

 En það er eitt sem pirrar mig alveg svakalega þegar ég máta kjóla. Þeir eru allir hannaðir á mjaðmalausar konur, mittisgrannar og brjóstastórar. Samt vegna þess hve kjólarnir eru flegnir og lágt skornir geta konur með stór brjóst (C-D (DD) ekki notað þá nema með brjósthaldara. Það sama á við brjóstalausu konurnar eins og mig. Ég þyrfti kjól sem væri 36 ofan mittis og 38 neðan mittis. Þá vegna þess hve mjaðmabreið ég er þá rétt tekst mér að smokra 38 yfir mjaðmirnar en alltaf skal kjólinn pokast yfir brjóstin og gera flatt enn flatara. Reyni ég númeri stærra sem væri 40 þá getið þið rétt ímyndað ykkur að þó hann komist ögn auðveldar yfir mjaðmirnar þá bógstaflega hangir hann hólk viður yfir brjóstin. Flestir kjólar eru síðan hannaðir þannig að ekki er auðvelt að nota brjósthaldara innan undir því annað hvort er hann flegin niður á bak (ekki smart að sjá í miðjuteygjuna) eða þá að hann er svo flegin að framan að hann nær ekki að hylja brjósthaldarann. Í hvert skipti sem ég bregð mér í kjóla þá fæ ég svona nettan fýling að mig langi í brjóstastækkun. Mikið væri ég hot og cool ef ég væri með réttu brjóstastærðina fyrir dressið og með silikon til að fylla upp í pokana þá þryfti ég ekki einu sinni brjósthaldara og þar með væri fitting vandamálið úr sögunni. Er þetta bara ég ... Eða verða fleiri stelpur varar við þetta. Getur pirrað mig all þokkalega því dags daglega er ég ekkert sérlega óánægð með lookið og vaxtalagið. Mér finnst bara fínt að vera venjuleg sæt stelpa með hefðbundinn kvenvöxt. Smá mjaðmir, rass til að klípa í Skömmustulegur og nógu flatbrjósta til að þau séu fyrirferðalítil og það er nokkuð víst að á djamminu verð ég að töfra karlpeninginn með gáfunum en ekki barminum.Hlæjandi En eftir búðarferðir og þá sérstaklega þegar ég er að máta kjóla þá bregst það ekki að mér finnst vaxtarlagið ekki í réttum hlutföllum. Einhver tískuhönnuður er búin að krækja í athygli mína með fallegri flík sem gefur til kynna að ég sé chic og hot ef ég passa í dressið. Í staðinn kemst ég svo að raun um að ég passa ekkert í dressið því það er sumstaðar of þröngt og annars staðar of vítt. Þegar ég rölti svo mína leið kemst ég ekki hjá því að spá hvort sé lausnin að fara í megrun eða fá sér fyllingu í brjóstin. Þögull sem gröfin En ég held að nú sé fundin ástæða fyrir því að mér finnst svo gaman að kaupa skó !!! Þeir passa alltaf ... Ég er alltaf chic og hot í flottum skóm Ullandi sama hvernig vaxtalagið er !!!!


Supernova Kvöldið !!!

Það er auðvitað aðfaranótt miðvikudags og í götunni minni er ég sú eina sem er enn með ljós og kveikt á tölvunni. Fullyrði þó ekki að einhverjir sitji upp í rúmi með lappann og standi með sínum manni - Magna (ofcourse) !!

Á meðan maður reynir að dæla inn atkvæðum og koma Storm burt næst þá er fínt að grípa í dagbókina. Ekki beint margt sem á mína daga hefur drifið undanfarið. Svo hvað get ég þá skrifað um Óákveðinn

Supernova og Beverly Hills 90201 Ullandi hehe hehe !!!

Mér fannst Supernova ekki eins skemmtilegur og oft áður. Ég held rokkararnir, the threesome, hafi dáltið miðað umsagnir sínar við það að Magni færi næstur. Dilana, Toby, Storm og Lukas yrðu eftir - Nema þeir sendi tvo heim ??? spennó Hlæjandi Í kvöld viðurkenni ég að Toby og Storm hafi dáltið troðið hinum um tær. Magni var of keimlíkur í sínum lögum ... Mér fannst hann heldur ekki með grípandi Supernova frumsamið soundtrack. Held að umsögn Gilby hafi ekki hjálpað honum til að toppa Storm.

Fram til þessa spáði ég því að Lukas og Dilana færu í topp 2. Mér finnst aftur Dilana heldur hafa dottið niður, kanski af því hún er of upptekin af því að reyna að bæta ímynd sína á ný. Persónulega hefði hún skorað meira hjá mér ef hún hefði bara gefið skít í allt vesenið og verið meira cool á því. Lukas hefur alveg lookið fyrir sveitina og röddinn passar ekkert illa við lögin sem so far hafa verið spiluð með sveitinni, mér finnst hann samt dáltið baby face fyrir karlana. Lukas hefur samt ekki verið sá sem skorar hæst hjá mér. Sennilega er ég bara ekki nógu mikill rokkari til að grípa hann. Hann hefur ímyndina og lookið en það vantar eitthvað og þegar hann engist um sviðið á ég alltaf von á að hann detti um sjálfann sig. Hann hefur samt átt góða spretti af og til.

Svo hver verður eftir þennan þátt í top triple? 

Toby finnst mér krúttlegur og nær salnum algjörlega með sér og ég held hann komist áfram á því. Dilana (hefur mikinn karakter á sviði og viss um að hún sé mikil listakona), Storm (ef hún heldur sömu stefnu og í kvöld, þó mér hafi fundist hún dáltið svipuð sér fram til þessa) aftur hefur hún sterkan karakter og ég er viss um að hún geti náð samningum út úr þættinum en hvort hún sé front söngvari SN ??? Mér hefur ekki fundist það !! Magni átt mjög jafnan feril í þáttunum en núna í gær hefði hann þurft að gefa his heart and soul ... Það vantaði eitthvað upp á hjá honum til að negla sér næstu kosningu ... Að ég held ...

Þess vegna held ég að valið muni standa milli Storm og Magna í elimination!! Gráta Ég held að Toby sé sterkari en Storm og Magni og þess vegna haldi hann áfram ásamt Dilönu og Lukas í triple three.

Gæti vel séð Toby og Magna hita upp með housebandinu fyrir Vegas. En sé hvorugan sem andlit Super Nova.  Magni hefur of yfirvegaða ímynd fyrir þetta teymi sem ætlar að rokka saman í Supernova en ef hann hefði verið sterkari í textasmíðunum þá held ég hann hefði getað lent í top triple !!! (well talandi um textasmíðar ... SN lögin eru nú ekki alveg að rökka).

Mér finnst samt frábært hjá Magna að komast þetta langt og hann þarf ekkert að skammast sín með þessu úrslitateymi.

Hvað Beverly Hills aftur varðar ...Þá gæti ég eflaust skrifað heila ritgerð um staðalímyndir ástarinnar. Svalur ... og aldrei að vita nema það sé einmitt mitt næsta topic Gráðugur

Framhald - Úrslitakvöld

Vá !!! Niðurstaða kvöldsins kom mér algjörlega á óvart Koss Magni má þakka því hvað við erum sérlega ákveðin þjóð og lítum stórt á okkur. Eitthvað hlýtur hann nú líka að hafa halað inn utan ÍS. Jæja svo nú er ekki langt eftir og enn get ég ekki neglt niður hver fer heim með SN titilinn (best of best). Ég held að Toby sé sterkur en ætla samt að standa við fyrri spá Lukas vs. Dilana!!

Mér fannst hann gera sitt besta með frekar leiðinlegt lag í kvöld - Sorry guys en mér finnst bara vanta eitthvað truck í Super N smellina. Mér fannst samspilið dautt minnti dáltið á þegar Gil reyndi samspil með Gilby ... Hún kveikti ekki í honum og það var eins og Magni næði ekki að kveikja á neistanum ...Helst smá samspil milli hans og Jason. Ég er samt ekki mikið rokk gúru svo það er kanski ekkert að marka hvað mér finnst. Kanski var þetta magnaður Magni í kvöld þó ég hafi ekki skynjað það ... Live og TV er líka ekki það sama.

Lukas engdist að venju og mér fannst eitthvað pínu broslegt við sönginn og lagið ... Náði ekki alveg dramatíkinni eins og þeir virtust gera sem hlustuðu á hann Live. Storm var ágæt en ég stend enn við það að hún er ekki mín týpa sem rokkari. Dilana ..Eins og skotið var að Andreu á skjánum í gær ... Það er Janis Joplin stíllinn sem gerir hana sérstaka listakonu. Mér finnst hún mjög góð en hún hefur ekki mikið raddsvið ... þarf kanskiekki endilega  í rokkbandi ?? Toby hefur skemmtilegan stíl og viss um að þetta sé hress strákur ... væri alveg til í að skvetta úr klaufunum með honum í rokk partý !!!!! Mín atkvæði fyrir lokaþáttinn væru fyrir Toby og Dilönu, mér fannst hún hafa einna mesta neistann með bandinu.


Munaðarleysingjarnir og áhugamálið

Ég fékk að vöggugjöf einkennilega sérkennilegt áhugamál. Ekki hentaði það mér að læra að spila golf; ekki kveikir lostann að bruna niður snæviþaktar brekkur á svigskíðum eða vaða upp í mitti og veiða Lax. Ég aftur innviklaðist í það skemmtilega en stórfurðulega hobby að rækta ketti !!!

Til hvers að rækta ketti gæti maður spurt sig - Eins og það sé ekki nú þegar offramboð af þessum vilidýrum sem læðast um götur borga og sveita, eyða villtu dýralífi, sniglast um hús nágranna sinna að næturlagi bara til að gera óskunda. Mæta svo heim til eiganda sinna sakleysið uppmálað og hreiðra um sig í besta hásætinu og líða makindalega út af eftir veisluborð dagsins.

Hver sem ástæðan er á bak við þetta áhugamál þá kolféll ég fyrir því að rækta ketti Koss Fyrir utan það að hafa mikið dálæti á þessum elskum þá að sjálfsögðu fylgir það staðalímyndinni að safna köttum þegar maður er einhleyp kona á miðjum þrítugsaldri. Svo ég auðvitað fyllti húsið af köttum ... Flestir kettirnir mínir eru norskir skógarkettir. Dásamlegir kettir !!!! síðan auðvitað til að hafa smá fjölbreytni á ég einn húskött af þeirri gerð sem ég lýsti hér að ofan. Hún er samt indæl og afskaplega prúð heima hjá sér þó eflaust hún breytist í villt flökkudýr í eftirlitsferðum sínum í hverfinu.

Þrátt fyrir að hafa meiri reglu og strangara uppeldi á hreinræktuðu köttunum mínum þá eru þeir slungnir að finna sér hinar ýmsu útgönguleiðir og sleppa af og til út á vit frelsisins.Skömmustulegur Í einu slíku tilfelli var ég með aðra nosku læðuna mína í breimi og beið spennt eftir að hún fengi að hitta tengdasoninn sem ég hafði miklar væntingar til. Stelpuskjátan sá við heimilisfólkinu og slapp út með klókindum og hélt sína leið. Í öngum mínum reyndi ég að fanga hana ... hlaupandi á sokkaleystum milli garða og grindverka, æpandi, veinandi og kjökrandi án þess að læðuskjátan skeytti nokkru um kveinin. Upp á þak kom hún sér og horfði niður til mín glaðhlakkandi Gráðugur ... Eftir 9 vikur varð ég svo að gjöra svo vel að taka á móti óskilgetnu munaðarleysingjunum og hjálpa til við uppeldið.

Nú er ég búin með mina pligt, mamman farin að vilja losna undan ábyrgðinni meðan ég sit enn uppi með tvo munaðarleysingja. Ég hef verið að reyna að fá gott heimili fyrir þessi kríli svo fljótlega fari að létta á kattarhaldinu á heimilinu því svo fæddust hinni ræktunarlæðunni minni fjórir gríslingar sem von bráðar verða farnir að vera í slagtogi með þeim eldri og guð hjálpi mér ef ég enn verð með húsið fullt af villingum.Hissa 

Það er dáltið öðruvísi að ala upp húskettina mína en hreinræktuðu kettlingana. Það kemur svo greinilega fram í norsku köttunum sá karakter sem einkennir þá tegund. Knoll og Tott sem komu óskilgetin og undan sérvitrum fjósaketti blandast dáltið undarlega með norska skógarkettinum. Bæði útlit og karaktereinkenni minna og minna ekki á norska skógarköttinn því þeir eru hreint ekki eins og venjulegir húskettir heldur.

Þeir virka til að mynda ekki mjög aðlaðandi og krúttlegir við fyrstu sýn. Aftur nú þegar ég er farin að kynnast þeim betur þá leynist í þeim mikið sharmatröll. Þess vegna vona ég að ég detti niður á gott heimili handa þeim ...Því ef þeir daga uppi hjá mér veit ég að nágrannar mínir fara að huga að því að senda heilbrigðiseftirlitið á staðinn. Núþegar heldur fólk að ég sé rugluð og í hvert skipti sem ég ramba í fangið á fólki hér um slóðir spyr það mig með meðaumkunnarsvip "hvað áttu eiginlega marga ketti núna ??" Óákveðinn Hingað til hef ég furðað mig á þessum spurningum þar sem ég er nú ekki að bæta við köttum vikulega en ... ég hálf kvíði fyrir því að viðurkenna að tveir hafi bæst við síðan ég var spurð síðast.

Er á meðan er og góð mamma sér um sína þar til aðrir staðgenglar gefa sig fram...Aftur er ég mjög spennt yfir norska gotinu mínu og þótt mörgum finnist skrítið að sumir vilji kaupa ketti á tugi þúsunda þá hefur gengið mjög vel að finna hreinræktuðum gotum góða umönnunaraðila. Norsku skógarkettlingarnir eru vinsæl tegund og oftar en ekki hafa verið biðlistar hjá ræktendum þegar framboðið er lítið. Skógarkattarræktendur hafa líka tekið höndum saman í ræktun og kynningu á tegundinni og er opin heimasíða á skogarkettir.is þar sem er að finna mjög góða kynningu á skógarkettinum.


Risin upp úr rekkju

Ég eyddi síðustu þrem dögum í veikindi. Það hljómar alltaf dáltið spooky að vera veikur á mánudagsmorgni en þá lágum við mæðginin bæði og létum okkur leiðast í pestabælinu.

 Nú er ég risin úr rekkju og get farið aðeins yfir helgina. Rólegt laugardagskvöld í fjölskyldugrilli endaði á Stuðmannaballi þar sem lúðurinn var þeyttur í takt við tímann. Þarna var saman kominn múgur og margmenni og eyddi ég fyrsta hálftímanum í að vera týnd eftir að lenda í veiðineti tveggja herramanna sem voru til í tuskið og ready að hösla !!! Ég er auðvitað svoddan dama að ég þurfti að gefa þeim 5 min. athygli sem varð til þess að ég var alein og yfirgefin á dansgólfinu. En viti menn allt í einu fann ég hluta af hópnum og smám saman náði næstum allur hópurinn saman á ný.

Eftir ball var haldið á vit næturlífsins í miðborginni. The city life var í fullu fjöri og við líka !!! Á Rex var stemningin frekar dræm og stöldruðum við stutt við þar. Eftir nokkrar sveiflur þó á Rex vorum við alveg til að halda áfram og komum auga á stað þar sem karlmenn voru uppi á öllum borðum og sveifluðu sér með þokkafullum mjaðmasveiflum - Við þangað æpti ég !!

Auðvitað var okkur stillt upp í biðröð sem við svo gáfumst upp á og þegar við komum að lokuðum dyrum á Thorvaldsen voru háuhælarnir farnir að segja til sín ... og þreyttar konur röltu heim á leið.

Þá birtist ítalinn okkar - Töffarinn frá Milano sem greinilega varð heillaður af íslenskri kvenfegurð og slóst í för með okkur. Ja ... hvort hann vissi að við værum á leið heim að sofa eða ekki ... ég spáði ekkert í það fyrr en hann stóð brosandi út að eyrum á tröppunum mínum og beið spenntur eftir að fá einn night cap. Frank Sinatra söng "one for the money, one for the road."

Nú og hvað átti ég að gera við ítalann ... Ég gat bara ekki sent hann sneiptan og snauðan heim til sinna heima ?? Svo well hvað gerir maður ekki fyrir karlmenn alveg sama hvaðan þeir koma ... hvernig þeir eru og til hvers þeir eru...Hann fékk alla vegana kaffi ... svo malaði ég um heima og geima og hann náði örugglega ekki nema 1/3 af því sem ég talaði um. Nú svo fór honum nú að leiðast allt þetta mal og fannst kominn tími á smá rómantík.

Rómantík !!! Síðan hvenær hafa karlmenn áhuga á rómantík - Ekki einu sinni þó þeir ætli sér að hún gæti mögulega leitt til einhvers more jucy !!!

Jæja Sinatra söng "I got you under my skin" - WOW ... ég á mínar minningar um það lag og þá fyrst fór að renna upp fyrir mér að sennilega væri kaffispjallið að þróast í kaffi og kelerí !!!

Þá var komin tími á að taka sér tak þó svo karlmannsfangið sé alltaf ljúft að liggja í. Það rann upp fyrir mér in the heat of the moment að ástæðan fyrir því að hann var farinn að hneppa frá sér skyrtunni var ekki vegna þess að hitastigið væri hátt ...þetta var auðvitað partur af hinum ítalska sharma. Jæja og hvað ??

Þegar maður er einhleypur og ekki við karlmann kenndur nema á fimm ára fresti þá eru ýmsir mikilvægir þættir kvenleikans ekki í besta ástandi. T.d. loðnir leggir eru mjög algengir þegar tekur að hausta og buxurnar síkka; nærföt á 10 min sem áttu að duga til að gerast klár á ball, fór  alveg ofan garðs og neðan að muna eftir að fara úr Sloggy buxunum og í blúndurnar; hvað þá að hafa brjósthaldarann í stíl ...því það var enginn tími fyrir smáatriði !!!! - Hver ætlaði svo sem að gerast eitthvað djarfur Saklaus

Svo hvernig tæklaði ég þá ítalska sharmörinn ? Vera djörf og hugsa what the heck ... hann verður busy að hugsa um annað en loðnu leggina og bómullarnærfötin sem eru úr sitthvorri nærfataskúffunni þegar hann verður í sjóðheitum ástaratlotum. Freistandi að sjá hvort þeir ítölsku standi undir orðspori og séu jafn bólfærir og sögur fara af. Löngu kominn tími á að einhleyp kona á besta aldri fái að komast í tæri við karlmann þó svo árin 5 séu ekki liðin síðan síðasti karlmaður hvarf á braut.

Eða

Halda fast í þá reglu að sænga aldrei hjá karlmanni nema öll smáatriðin séu í lagi. Hugsa með sér ...Æ það er ekkert jafn pínlegt og að vakna við hlið einhvers úfinn og þvældur ... og þurfa að byrja á að spyrja hvað hann heitir áður en þú sendir hann sína leið. Vera svo hálfan daginn annað hvort með bros á vör því "you had the heck of a time" eða þá "bad memories" MÓRALL og þú þorir ekki út úr húsi því það væri dæmigert að rekast á hann ÓVART á förnum vegi.

Ítalinn minn sem var svo sætur að fylgja mér heim fékk því bara einn blautan afmæliskoss í kveðjuskyni og var sendur heim til Milano með allt aðra goðsögn í huga um hinar villtu næturlífssögur af Íslandi. En come on ... af því hann átti afmæli vildi ég nú ekki að hann færi án þess að fá einn koss frá ljóskunni.Ullandi


Shopping to feel good

Ég lagði leið mína inn á Garðatorg og rambaði þar inn í fyrsta skipti í verslun sem ég hef heyrt látið mjög vel að, Ilse Jackobsen.

 Mjög flott búð með dáltið spes hönnun og gefur kost á að bera ákveðinn stíl. Ég fékk mér nokkra toppa, þar á meðal rauðan sexy blúndutopp sem er næstum of fleginn fyrir mig. Gæti þó komið sér vel þegar ég þarf næst að hösla Svalur Ég féll í stafi yfir stígvélum sem mér fundust geggjuð og ég veit að mundu vera svaka pæjuleg, svo varð ég sjúk í skinnvesti sem ég hafði ekki efni á að fjárfesta í.

 Ég fór samt langt í frá tómhent út úr búðinni enda einn af mínum eiginleikum að vera eldsnögg að skanna slárnar og sigta inn á hvað ég fell fyrir.

 Mér finnst ekkert skemmtilegra en að gleðja sjálfa mig enda er ég ljón og því á ég mjög auðvelt með að dekra við sjálfa mig. Svo er það nú líka bara þannig að þegar maður á engann til að gefa sér fallegar gjafir því þá ekki bara að gera það sjálf !!!

Ekki á ég maka til að fara í rómó utanlandsferð með eða kærasta sem gefur mér eitthvað djásn í dekurgjafir ... Ég á ekki einu sinni elskhuga sem lætur mér líða vel þegar ég þarf á því að halda. Ég er því orðin bara nokkuð sátt með eyðslutrippin mín þó svo þau kosti mig stundum skildinginn þegar ég þarf að gera mánaðaruppgjörið Koss

 Hér finnst mér t.d. vera komin fram ágæt rök fyrir því að konur eigi að hafa hærri laun en karlmenn. Það kostar okkur miklu meira að líta vel út og vera flottar. Allt sem snýr að útliti okkar er kostnaðarsamt. Allt frá því að hafa hárið og líkamann í lagi og til þess að hafa útlitið og heilsuna í lagi !!!

Ég er ekki beint tískufrík og eltist ekki við tískuna nema þegar mér finnst hún klæðileg og kvennleg. Skór eru í uppáhaldi hjá mér og ég fékk almost það sama út úr því að kaupa fallega skó eins og að eyða nótt með góðum elskhuga. Það er eitthvað thrill við að kaupa skó ... Stundum á ég virkilega bágt eins og þegar ég fór inn í Manolo búð í London og horfið löngunarfullum augum á skóhillurnar. Vá !!! ef ég hefði nú átt dollara með nokkrum núllum !!! Ég sá amk 5 pör sem mig langaði að máta en vissi að það væri of mikil áhætta svo ég bakkaði út og ákvað að næst yrði ég að skilja gullkortið eftir heima til að þora að mátaSaklaus

Sá galli fylgir mér í verslunarferðum að ég gleymi ætíð að skoða verðmiðann og kemst þá oft ekki upp um verðið á vörunnni fyrr en ég á að kvitta undir slippinn .... og hver fer þá að bakka út Tala af sér

 


Gúrkutíð

Það má segja að sumarið hafi einkennst af gúrkutíð. Kanski þess vegna sem ég valdi mér að hafa tómmata til að presentera forsíðuna.

Hvað er ég að hangsa hér um hánótt á netinu að tala við sjálfa mig? Það er Rockstar Supernova kvöld og ég bara get ekki beðið eftir að sjá endursýninguna á morgun. Nokkrar CordyMax á dag í viku og tvöfaldur koffínskammtur milli 5 og 7 þá er ekkert mál að vaka og krossa fingur að the Iceman haldi áfram í efstu þrjú sætin.

Hvort á ég nú að rekja sumarið eða vinda mér beint í daginn í dag...? Óákveðinn Til að fara hratt yfir sögu þá byrjaði sumarið á því að mér var dömpað af þessum svaka hunk sem ég hafði kynnst og taldi mig vera að sharmera upp úr skónum. Þið getið ímyndað ykkur hvað kom næst ...Gráta Nú ekki það að ég hafi ætlað að drekkja mér í vonleysi og ástardramatík hvað þá yfir einhverjum kauða sem þætti ég hvorki sæt né skemmtileg og sá mig ekki fyrir sem dís sinna drauma en stundum þarf ég að kljást við einhverjar psycho raddir sem rugla mig í rýminu því þær koma sér ekki saman um hvernig ástandi tilfinningar mínar eru í. Þegar komið er fram í ágúst er ég að mestu hætt að velta mér upp úr því að sumarrómantíkin hafi snúið við mér baki en í staðinn fæ ég inn um póstlúguna nokkrar vel valdar kveðjur til að gera mér miður glaðann dag. Ein kom frá hinu ágæta löggæslu embætti og hin, löngu gjaldfallin skuld og komin í innheimtu. Slíkar kveðjur laða fram kuldahroll.

Best að snúa sér þá að nútíðinni. Dagurinn í dag ...to be continued


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband