Djammið 10.ágúst

Eftirfarandi er óritskoðað.

 

Það var komið að því að skella sér á djammið. Við byrjuðum í partý heima hjá Maggý; Ég sein að vanda Blush En engu að síður var farið að volgna undir stelpunum svo ég skellti tappanum af einum Breezer og helti mér inn í samræðurnar.

Harpa vinkona var komin í fyrirlesarahaminn og sussaði á okkur Lenu sem sátum undir stormandi fyrirlestri um forsetaefni Bandaríkjanna og hversu glöð og hamingjusöm hún væri yfir því að fá hvíta konu í framboðið og svartan karl. Reyndar var hún svo líka mjög leið í hjarta sínu yfir því að sá svarti vann kellinguna nema hún heldur enn í þá veiku von að Miss Hillary vilji verða varaforseti.

Við Lena vildum auðvitað segja okkar skoðun enda erum við nú allar þrjár dáltið málgefnar konur, tala nú ekki um á fjórða glasi Cool "Ekki tala ég er að tala " gall í Hörpu á fimm min. fresti ef við Lena voguðum okkur að segja eitt aukatekið orð. Hálftíma seinna fékk Lena orðið og þrem korterum seinna fékk ég orðið. Þá var Maggý sofnuð enda hafði hún staðið í ströngu vegna undirbúnings á barnaafmæli sem til stendur að halda á mánudaginn.

 Í bæinn komumst við þó. Ég fékk leigubílstjórann í lið með mér og reyndi að sannfæra kynsystur mínar um að það væri svæsið lesbíu partý á Thorvaldsen sem er aðal veiðistaður vinkvenna minna. Ég var svo heppinn að strákurinn sem keyrði mig á nesið sótti okkur í partýið. Hann áttaði sig kanski ekki alveg strax á blikkinu mínu, hélt ég væri orðin svona daðursleg en svo fattaði hann samsærið og mér tókst með naumindum að afstýra því að fara á Thorvaldsen. Þá var það Apótekið. My kind of place. Góð tónlilst og fullt af fallegum konum svo maður fær enga athygli en getur dansað í friði. Hamingja mín um vel valinn stað stóð þó ekki lengi. Stöllurnar vildu taka út Thorvaldsen fundu á sér gósen veiði InLove  

Jæja þá var stormað inn á Thorvaldsen. Aðal gellurnar tvær lifnuðu strax við. Skyndilega rann öll þreyta af Maggý og barmurinn lyftist þegar hún kom auga á fyrstu bráðina á dansgólfinu. Harpa lék sér aftur daðrandi við stútinn á bjórflöskunni meðan ég og Lena djöfluðumst kófsveittar út um allt dansgólf. Við höfðum báðar verið svo skynsamar að fara vel útbúnar á fótunum til að geta notað fimaleggina sem best á gólfinu. Áður en langt um leið vorum við orðnar umkringdar suðandi býflugum sem voru í leit að hunangi.

Danstónlistin var í fyrstu ekki alveg að gera sig en inn á milli komu þó lög sem hægt var að byrja að hristast með. Verð svo að játa það að ég er bara orðin nokkuð góð í að hrista rassinn. Kanski það sé bara rétt hjá krúttlnu mínu að ég sé með dáltið stóran rass Ninja  Alla vegana hvernig sem  tónlistin var að slá í gegn þá skókum við okkur í allar áttir. Þangað til að býflugurnar gerðu árás. Dansplássið þrengdist, sveittir líkamar fóru að snertast og svitlyktin að magnast. 

"you beautyful woman" ég brosti og reyndi að sjálfsögðu að sýna fyllstu kurteisi og sagði með mínu sykursæta brosi " takk" eitthvað komu fram misskilin skilaboð og áður en ég vissi af var svitalyktin komin full nálægt mér. Sharmörinn reyndi aftur "you are crazy woman" enn á ný brosti ég sykursætt og sagði "takk " síðan kom heil romsa á eftir sem ég hvorki heyrði né skyldi en eitthvað var talað um símanúmer.

Ég held ég muni númerið enn 8545855 held ég Grin "I like you to call me " ég horfði framan í brosandi andlitið og velti fyrir mér hvað það væri fyndið að sjá karlmann með kanínutennur. Ég sagðist nú sennilega mundi vera búin að gleyma númerinu áður en nóttin liði en sá stutti gaf sig ekkert enda greinilega orðin totally in love eftir allar sveiflurnar mínar á gólfinu. 

Næst flaug ég um hálsinn á vitlausum manni. Ég er ekki sérlega mannglögg og því á ég það stundum til að strunsa framhjá fólki sem ég þekki án þess að heilsa. Ekkert illa meint bara svona ótrúlega óglögg fólk. Nema hvað ég sé þarna andlit sem ég kannast svo við og rýk á hann með stóru knúsi og segi "mikið er gaman að sjá þig elskan rosalega er langt síðan við höfum hist " Það tók strax að kippa í kynið enda hélt hann að hann væri komin á þennan líka séns. Síðan við barinn komst ég að því að ég hafði fleygt mér um hálsinn á fyrrverandi sharmör úr bóli vinkonu minnar og varð svo um og ó að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma mér út úr þessum aðstæðum. Tókst þó að lokum að beina samtalinu frá því að ég væri að sýna eindreginn áhuga minn á kynlífi og forðaði mér eins hratt og ég gat aftur á dansgólfið svo vinkona mín fengi ekki ranghugmyndir W00t um þennan óvænta áhuga minn á hennar EX. 

 Enn á ný skók ég mig á gólfinu með miklum tilþrifum enda dúndrandi Footloose í hátölurunum. Býflugurnar voru enn á sama stað og ægilega ánægðar að fá dömuna sem hristi barminn svo huggulega aftur á dansgólfið. Að sjálfsögðu olli ég engum vonbriðgum enda má nú alveg horfa þó það sé bannað að snerta. Devil Ekkert lát var á sveiflunum og fer ég nú létt með að eigna mér eins mikið pláss á gólfinu og ég þarf.  Þegar glumdi svo í Palla "allt fyrir ástina" varð ég að hefja upp raust mína með danstöktunum og áður en ég vissi af var ég komin á svið með öllu tilheyrandi, áhorfendum, aðdáendum og ómissandi sjálfstrausti.  Sá sveitti var aftur búinn að ýta sér þétt upp að mér svo Harpa vinkona ákvað að reyna að bjarga mér þegar hún sá þjáningarsvipinn og rak bjórflöskuna að mér svo ég gæti notað hana sem hátalara. Nema þá fauk úr henni vænn sopi sem í staðinn fyrir að lenda ofan í mér lenti ofan á mér. Maður er auðvitað svo pro á gólfinu að þetta var bara látið hristast af í dansinum nema nú varð býfluguágangurinn enn meiri. Mætti halda að ég hefði dottið ofan í wanna have sex lykt LoL

Í lok kvöldsins skyldi ég svo Hörpu eftir í þéttum faðmlögum með þetta líka krúttlegum kalli sem greinilega var orðinn dolfallinn af barmfögru konunni í þrönga kjólnum. Lena var búin að gefast upp á dansinum þrátt fyrir góðan skóútbúnað og þegar þriðja kynlífstilboð kvöldsins kom og blaut tunga rétt missti færis á vörunum mínum þá hugsaði ég með mér að nú væri tími til kominn að halda heim á leið. Ég tók því saman föggur mínar og sveiflaði mjöðmunum í takt við tónlistina á leiðinni út ... Mambo number five. 

Ég tölti í hægðum mínum eftir Túngötu þegar ég mætti einum vini mínum sem virðist vera dáltið mikið á djamminu. Aldrei þessu vant var hann vant við látinn og hafði engan tíma til að kasta á mig kveðju. Verður mér þá litið út í horn og sé ég þar í hnipri stóra umkomulausa rottu. Vinur minn var greinilega í veiðihug eins og fleiri þetta kvöld. 

Hvað átti ég að gera ... Ég er haldin rottufóbíu á mjög háustigi. Ég er meira að segja með fóbíu fyrir öllu af nagdýrakyni.  Aftur var hún svo umkomulaus að mig langaði svo að reyna að bjarga henni. Ohh ég finn ennþá fyrir hrolli. Köld gæshúð skríður eftir bakinu !! Crying

Ég horfði niður á gullskóna og víðar skálmarnar á buxunum, síðan á rottungarminn og svo á köttinn. Þetta var töpuð barátta bæði fyrir mig og rottuna. Hvernig sem ég reyndi að vera hugrökk og telja í mig kjark til að bjraga rottunni þá bara fékk ég ekki neina útlimi til að hreyfast. Hvað ef hún mundi stökkva á mig eða hlaupa yfir gullskóna mína, eða hverfa upp undir skálmina á buxunum mínum. Ég fann óttann buga mig. Kjarkurinn var enginn á endanum bað ég rottuna um að fyrirgefa mér heigulsháttinn en í þetta sinn yrði Guð að ráða örlögum hennar. Þegar ég loks gat hreyft mig úr sporunum var það eingöngu til að flýja aðstæður og koma mér í burtu. Síðan hringdi ég á Taxa og komst heim án þess að vera etin lifandi af rottu. Aftur er ég með ægilega mikið samviskubit yfir því að hafa ekki getað bjargað henni og viss um að ef ég hefði ekki verið ein á ferð hefði ég kanski komist í ofurkonuhug og tekist að bjarga henni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara æðislegt fjör hjá þér.... En hvað engin gæji með þér heim?  Æ, missi ég af öllu fjörinu.   Það var mjög gaman í brúðkaupinu en of ungir menn þar  hahahahhahaha

Karen (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband