Á fimmtudagskvöldið sat ég barnlaus heima og planaði hvernig best væri að eyða a quality time. Eins mosagróin og ég er orðin eftir 6 ára "mommy role" ákvað ég að eyða kvöldinu með sjálfri mér og köttunum. Hafði mig ekki í að taka upp tólið og leita utan 101 Reykjavík eftir félagsskap.
Ég opnaði því rauðvín og hlammaði mér ofan á gæruna í hægindastólinn fyrir framan sjónvarpið og sveif á braut með því sem í boði var.
House, sjúkrahúsaþáttur með 100 % dramatík og slær algjörlega ER út sem var farin að snúast meira um ástarlíf læknanna á sjúkrahúsinu en eitthvað sjúkrahúsadrama. Mér finnst líka Dr. House æðislegur svona kaldhæðinn og þumbaralegur - Akkúrat þessi týpa sem fer illa með ástfangnar konur, særir þær en berst við innri tilfinningar sem ekki komast upp á yfirborðið því það væri ekki samboðið hans karakter. Eftir 50 min af þættinum var ég búin að gráta í 30. Mig sveið í hjartað, tárin streymdu í stríðum straum niður kinnarnar og ég naut dramans í botn meðan ég saup á þurru og stömu rauðvíninu.
Eftir House tók við endursýning á Americas Next Top Model. Vítamínsprauta beint í æð ... Lifði mig þó aðeins inn í módeldramað .... Hermdi eftir nokkrum photoshoot (maður verður nú að sjá hvort maður búi yfir módel hæfileikum ... Aldrei að vita hvenær Icelandi Next Top Model hefur göngu sýna) ... Bjó til hinar og þessar módelstellingar enda hjálpaði rauðvínið til að losa um nokkrar hömlur. Ég er ekki farin að sjá út hverjar verða final two en þær sem koma sterkar inn eru Carridee, Melrose, og önnur af the twins ... rugla þeim stundum enn saman. Bíð spennt eftir að fylgjast með í næstu viku.
Beverly Hills var svo toppurinn á kvöldinu og hélt ég að þá væri endapunktuinn sleginn. Nema hvað surprice surprice Til að toppa þetta allt var aftur kominn á dagskrá the one and only Melroseplace - Ég var í skýjunum
Back to basics. Ég sveif í sæluvímu inn í Hollywooddrauminn. Meiri dramatík, meiri tár .... stingur í hjartað, skjálfti og alsæla .... reiði, sorg, gleði og hamingja .... Ég fékk þetta allt uppfyllt ... Skil samt ekki afhverju ég hef aldrei lent í Beverly Hills 90201 þema. Þrátt fyrir að allir sofi hjá öllum og allir eru einhverntímann búnir að vera SO IN LOVE þá hefur það aldrei nein áhrif á tilveru og samskipti vina og vandamanna. Ekkert sjálfsagðara en að vera búin að sænga hjá vinum, vinum vina, fyrrverandi, núverandi og þáverandi kærustum .... eh .. what ever Melrose Place ... ú la la ... þar eru háttvirtir læknar komnir í fangelsi og búið að reyna að kála hinum og þessum, aðallega kvenfólki nokkrum sinnum og yfirlæknirinn sem lenti í fangelsi hann fær tveim þáttum síðar yfirmannsstöðu á eina, en virtasta spítalanum í allri Hollywood. þar eru auðvitað álíka ástardrama og í hinum sápunum og fólk giftir sig amk þrisvar sinnum sama maka en inn á milli er það ýmist gift, býr með að sefur hjá nokkrum öðrum.
Að loknu bíó kvöldi leið mér dásamlega og fannst ég hafa átt yndislegt og rómantískt kvöld með sjálfri á gærunni sem ég erfði eftir pipraða afasystur mína. Ég slökkti á græjunum og kyssti kisurnar mínar góða nótt og sveif inn á bað að gera mig klára fyrir svefninn. Mér brá þegar ég leit í spegillinn og sá virðulega konu með grátbólgið andlit og svartan maskara klesstan niður kinnarnar. Svona er ég orðin og ekki komin á breytingaskeiðið enn - Er mér viðbjargandi
Teygði mig inn í baðskápinn, tók fram töfralyfin fyrir hrukkurnar og sjónvarpsbaugana og hugsaði með mér - Vá !!! So pathetic
Flokkur: Bloggar | Sunnudagur, 14.1.2007 (breytt 15.1.2007 kl. 00:04) | Facebook
Tenglar
Lífsstíll
svo mikið ég :)
- Giorgio Armani Nothing to add - In love
- Pedro Garcia Ný uppgötvaðir !!!
- Norskir Skógarkettir tengill á fleiri ræktendur
- Shareza music downloads
- Kasamba Þegar þú kemur að krossgötum
- Victoria´s Secret Ipex body !!! ÆÐI !!!!
- Skógarkattarklúbbur Íslands Flottastir !!!
- BergdorfGoodman Dolce&Gabbana, Manolo Blahnik, Armani, Dior, Miu Miu - The best of best
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Fólk
Single friends
Ég á nokkra ágæta vini sem eru enn á lausu.
-
Vilma og skvísurnar
vilmakristin@hotmail.com -
Karen vinkona
friend25252@hotmail.com
Vinir blogga
-
Guðbjörg kisukona
gudbjorghermanns@hotmail.com
Fullt af myndum í myndaalbúmi
Flottar neglur fyrir flottar konur -
Vinir blogga
mjög skemmtilegt myndaalbúm úr ferðinni
Heimsreisa -
Vinir blogga
hringir@hotmail.com
Ingi töffari -
Vinir blogga
vilmakristin@hotmail.com
Sannleikurinn Allur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.