Jæja þá kom að því ég brygði mér í partý dressið og tékkaði á öllum sætu strákunum í bænum.
Það var meiriháttar stelpupartý á Smáragötunni með singstar í botni. Ég lét mitt ekki eftir liggja og fór offari í Singstar með þeim afleiðingum að í morgun var röddin ekki bara hás og rám eftir rauðvín og reykjarmettað loft heldur höfðu raddböndin líka verið þanin botn með Tinu Turner - Whats love got to do with it !!!
Þá var dúndrað í botn á dansgólfinu á Sólon og eins og mér einni er lagið ... Tók ég að sjálfsögðu upp hálft dansgólfið með Britney Spears töktum. Var að reyna að ná mér í smá líkamsrækt og brenna nokkrum björgunarhringjum !!!
Aldrei þessu vant á ég engan skandal samt að segja ykkur frá ... Ég hélt mig frá öllum skandal þetta kvöldið ... Ekki einu sinni daður á barnum .... Nema þá að minnið sé eitthvað að bregðast mér - hehehehe !!!! Síðan hitti ég gamla vinkonu mína og hluti af kvöldinu fór í að slúðra um the good old days þegar Magga babe átti rautt minidress, var með stútfullan munn af teinum og með brjálað perm túberað tvo og hálfan metra upp í loft.
Síðan var lagt á ráðin um að fyrst síðasta ár hefði einkennst af skírlífi þá væri kanski mottóið í ár að stunda lauslæti. Koma sér upp almennilegri "black book" Síðan voru nokkrar góðar sögur látnar fjúka um "the morning after stories" og það sem maður getur nú grafið upp úr pokanum
En þrátt fyrir all þokkalega hegðun í gær og þrátt fyrir að hafa komist hjá því á gera eitthvað mjög crazy af mér eins og vanalega þá var ég algjörlega glær í dag. Rétt meikaði daginn sem byrjaði klukkan sjö í morgun á því að taugaveikluð kattarkona vakti mig ... Sú var í panikk kasti yfir því að vita af mér djammandi umsjónarlausri í gær því ég bar ábyrgð á að mæta með kött á hennar vegum í fegurðarsamkeppni í morgun. Mér tókst nú að döslast á fætur og koma mér í brækur henda köttum í búr og keyra upp í Kóparvog. Mín eins og vanalega mætt síðust allra. Milli 8 og 9 hringdi síminn látlaust því kattarkonurnar voru að fara á taugum yfir því að ég kæmist ekki á réttum tíma !!!
Það er nefninlega þannig að ég er að verða fræg fyrir að vera kattarkonubittan !!! Ekki það að ég plani það neitt þannig en það vill svo til að næstum hverja einustu kattarsýningu mæti ég glerþunn ... helst þannig að ekki sé alveg runnið af mér Síðan tek ég að mér að hressa fólkið við og halda uppi stuðinu. Það geta allir hlegið að þessari þunnu Aftur er þetta fín afsökun til að fá sér einn kaldan um hádegi og halda sér síðan mátulega mjúkri fram á kvöld. Koma heim opna rauðvín og kick back og relax !!!
Í kvöld ætla ég aftur snemma að sofa og reyna að halda mér frá of miklu áfengi. Ætla að hreiðra um mig í þægilegum náttfötum klára rauðvínsflöskuna mína og hafa það huggulegt yfir TV.
Tenglar
Lífsstíll
svo mikið ég :)
- Giorgio Armani Nothing to add - In love
- Pedro Garcia Ný uppgötvaðir !!!
- Norskir Skógarkettir tengill á fleiri ræktendur
- Shareza music downloads
- Kasamba Þegar þú kemur að krossgötum
- Victoria´s Secret Ipex body !!! ÆÐI !!!!
- Skógarkattarklúbbur Íslands Flottastir !!!
- BergdorfGoodman Dolce&Gabbana, Manolo Blahnik, Armani, Dior, Miu Miu - The best of best
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Fólk
Single friends
Ég á nokkra ágæta vini sem eru enn á lausu.
-
Vilma og skvísurnar
vilmakristin@hotmail.com -
Karen vinkona
friend25252@hotmail.com
Vinir blogga
-
Guðbjörg kisukona
gudbjorghermanns@hotmail.com
Fullt af myndum í myndaalbúmi
Flottar neglur fyrir flottar konur -
Vinir blogga
mjög skemmtilegt myndaalbúm úr ferðinni
Heimsreisa -
Vinir blogga
hringir@hotmail.com
Ingi töffari -
Vinir blogga
vilmakristin@hotmail.com
Sannleikurinn Allur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar