Dagdraumar

Hafið þið einhvern tímann upplifað það að kikna í hnjánum í návist einhvers sem þið eruð skotin í ? Ég á draumaóraprins sem fær mig til að kikna í hnjánum þegar hann horfir á mig og eitthvað í augnaráði hans segir ... "you are a damm hot woman"

Í kvöld langaði mig að senda honum sms ... Jabb ...dáltið unglingslegt Blush en ég gugnaði á því þar sem ég vissi ekki hvað ég ætti að skrifa honum. Allt sem mér datt í hug hljómaði svo kjánalega að á endanum sat ég bara og horfði á símann og hugsaði ... "gerðu það hringdi í mig ... ég skal þá hringi í þig ... taktu upp símann ... sendu mér sms ... !!!

Auðvitað leið kvöldið ... Ég hafði ekkert að gera nema vorkenna mér yfir póker í sjónvarpinu meðan einn bjór varð að tveim og tveir að þremur... Woundering Leigði mér mynd og reyndi að einbeita mér að öðru en dagdraumum um eitthvað sem ég vissi ekki hvernig og hvort væri hægt að komast nær.

Það er svo skrítið að þó margir froskar verði á vegi manns þá er þessi alltaf með eitthvað tak sem er svo erfitt að falla ekki fyrir. Hann þarf ekki annað en að horfa á mig, sendir frá sér einhverja strauma, ég kikna í hnjánum og hugsa .... hey come on ... vertu ekki að horfa svona alltaf á mig ... ef þú meinar ekki neitt með því.

Meðan ég rúllaði eftir Suðurlandsveginum í kvöld reikaði hugurinn aftur um nokkra daga ... Dagdraumarnir fóru á flug enda töfrar náttmyrkursins í þrengslunum tilvaldir til að velta ólíklegustu hlutum fyrir sér.  Gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn ... Krydda dagdraumana með einhverju spennandi.Cool

Síðan þegar ljósin í Reykjarvík tóku að lýsa upp ... Hvað ef ? .... Kanski ef ? .... Skyldi það verða þannig ? ... What to loose .... What to win ? ...

Ekki alls fyrir löngu var ég stödd í the twilight zone ... Þar hitti ég auðvitað draumaprins dagdraumana og boy did we rock Wizard Nema hvað, eftir þennan leynifund hefur verið ómögulegt að move on ... Get a life WOMAN !!! Væri ekki nær að skipta um elskhuga ... eiga einn í dag og annan á morgun í staðinn fyrir að hanga desperate í  dagdraumum .... Bíða eftir að sms-ið pípi á þig ... Hey you hottie get naked ... og see you in five InLove

Hvers vegna get ég ekki verið cool eins og í flottri bíómynd og sent gæjanum ómótstæðilega sexy skilaboð ... Fengið hann til að verða berskjaldaðann fyrir ómótstæðilegum kynþokka mínum Whistling

Eitt lítið kæruleysislegt sms til hans eins og hann sendir til mín ... Mig vantar plan ... Ef ég skyldi rekast á hann á ný ... reyni ég að senda honum skilaboð um að mig langi til að hitta hann ... Brosi ég kanski bara feimnislega og hugsa ... æ fyrst hann segir ekkert ætla ég að segja ekkert .... eða tekst mér að vera eins og töff týpa sem kann að draga karlmann á tálar og fleka hann með því að vera ómótstæðilega hot and sweet Halo

Það er kominn háttatími guli, þybbni kötturinn minn hrýtur á borðinu, draumar næturinnar bíða eftir að verða leystir úr læðingi ... Góða nótt Sleeping

 p.s. Þið fáið ekki framhald á þessari ... Verðið bara að geta í eyðurnar þar sem sönn dama segir aldrei hvað gerist í skjóli nætur Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband