Fyrsta bloggfærsla

Dagurinn í dag:

 Nú er komið að því að koma afkvæminu í skóla. Stolt mæðgin héldu til skólasetningar bæði uppádubbuð, vatnsgreidd og með cologne. Sonurinn hafði valið að vandvirkni jakkaföt og bindi því hann vildi vera jafn herralegur og drengirnir á myndinni sem hékk á skólaganginum og var sennilega síðan 1930.

Mér fannst hann svo myndarlegur að ég var hreint og beint að rifna af monti og svo vildi það þannig til að RUV var á staðnum til að mynda nýskráða fyrstu bekkinga og var litli "borgarstjórinn" minn hinn hæst ánægðasti að komast í fréttirnar. Þetta varð svo hin skemmtilegasti dagur hjá okkur þar sem við enduðum í bíó og fylgdumst af áhuga með Disney myndinni Cars. Ljómandi krúttleg mynd eins og flestar Disney.

Á morgun þarf fyrirmyndarmamman svo að koma litla nemanum stundvíslega í skólann ...Muna eftir öllu sem búið er að undirbúa fyrir fyrsta skóladaginn .... Svo kanski það sé komin tími til að hátta og vera klár í bólið um leið og Rockstartónleikarnir eru búnir.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margret Garðars

Jæja best að prufukeyra þetta kerfi og sjá hvort ég komi hér inn vangaveltum mínum um lífið og tilveruna.

Margret Garðars, 23.8.2006 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband