Ég lagði leið mína inn á Garðatorg og rambaði þar inn í fyrsta skipti í verslun sem ég hef heyrt látið mjög vel að, Ilse Jackobsen.
Mjög flott búð með dáltið spes hönnun og gefur kost á að bera ákveðinn stíl. Ég fékk mér nokkra toppa, þar á meðal rauðan sexy blúndutopp sem er næstum of fleginn fyrir mig. Gæti þó komið sér vel þegar ég þarf næst að hösla Ég féll í stafi yfir stígvélum sem mér fundust geggjuð og ég veit að mundu vera svaka pæjuleg, svo varð ég sjúk í skinnvesti sem ég hafði ekki efni á að fjárfesta í.
Ég fór samt langt í frá tómhent út úr búðinni enda einn af mínum eiginleikum að vera eldsnögg að skanna slárnar og sigta inn á hvað ég fell fyrir.
Mér finnst ekkert skemmtilegra en að gleðja sjálfa mig enda er ég ljón og því á ég mjög auðvelt með að dekra við sjálfa mig. Svo er það nú líka bara þannig að þegar maður á engann til að gefa sér fallegar gjafir því þá ekki bara að gera það sjálf !!!
Ekki á ég maka til að fara í rómó utanlandsferð með eða kærasta sem gefur mér eitthvað djásn í dekurgjafir ... Ég á ekki einu sinni elskhuga sem lætur mér líða vel þegar ég þarf á því að halda. Ég er því orðin bara nokkuð sátt með eyðslutrippin mín þó svo þau kosti mig stundum skildinginn þegar ég þarf að gera mánaðaruppgjörið
Hér finnst mér t.d. vera komin fram ágæt rök fyrir því að konur eigi að hafa hærri laun en karlmenn. Það kostar okkur miklu meira að líta vel út og vera flottar. Allt sem snýr að útliti okkar er kostnaðarsamt. Allt frá því að hafa hárið og líkamann í lagi og til þess að hafa útlitið og heilsuna í lagi !!!
Ég er ekki beint tískufrík og eltist ekki við tískuna nema þegar mér finnst hún klæðileg og kvennleg. Skór eru í uppáhaldi hjá mér og ég fékk almost það sama út úr því að kaupa fallega skó eins og að eyða nótt með góðum elskhuga. Það er eitthvað thrill við að kaupa skó ... Stundum á ég virkilega bágt eins og þegar ég fór inn í Manolo búð í London og horfið löngunarfullum augum á skóhillurnar. Vá !!! ef ég hefði nú átt dollara með nokkrum núllum !!! Ég sá amk 5 pör sem mig langaði að máta en vissi að það væri of mikil áhætta svo ég bakkaði út og ákvað að næst yrði ég að skilja gullkortið eftir heima til að þora að máta
Sá galli fylgir mér í verslunarferðum að ég gleymi ætíð að skoða verðmiðann og kemst þá oft ekki upp um verðið á vörunnni fyrr en ég á að kvitta undir slippinn .... og hver fer þá að bakka út
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 24.8.2006 (breytt kl. 18:43) | Facebook
Tenglar
Lífsstíll
svo mikið ég :)
- Giorgio Armani Nothing to add - In love
- Pedro Garcia Ný uppgötvaðir !!!
- Norskir Skógarkettir tengill á fleiri ræktendur
- Shareza music downloads
- Kasamba Þegar þú kemur að krossgötum
- Victoria´s Secret Ipex body !!! ÆÐI !!!!
- Skógarkattarklúbbur Íslands Flottastir !!!
- BergdorfGoodman Dolce&Gabbana, Manolo Blahnik, Armani, Dior, Miu Miu - The best of best
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Fólk
Single friends
Ég á nokkra ágæta vini sem eru enn á lausu.
-
Vilma og skvísurnar
vilmakristin@hotmail.com -
Karen vinkona
friend25252@hotmail.com
Vinir blogga
-
Guðbjörg kisukona
gudbjorghermanns@hotmail.com
Fullt af myndum í myndaalbúmi
Flottar neglur fyrir flottar konur -
Vinir blogga
mjög skemmtilegt myndaalbúm úr ferðinni
Heimsreisa -
Vinir blogga
hringir@hotmail.com
Ingi töffari -
Vinir blogga
vilmakristin@hotmail.com
Sannleikurinn Allur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð hvað ég er hjartanlega sammála þér :)
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 24.8.2006 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.