Risin upp úr rekkju

Ég eyddi síðustu þrem dögum í veikindi. Það hljómar alltaf dáltið spooky að vera veikur á mánudagsmorgni en þá lágum við mæðginin bæði og létum okkur leiðast í pestabælinu.

 Nú er ég risin úr rekkju og get farið aðeins yfir helgina. Rólegt laugardagskvöld í fjölskyldugrilli endaði á Stuðmannaballi þar sem lúðurinn var þeyttur í takt við tímann. Þarna var saman kominn múgur og margmenni og eyddi ég fyrsta hálftímanum í að vera týnd eftir að lenda í veiðineti tveggja herramanna sem voru til í tuskið og ready að hösla !!! Ég er auðvitað svoddan dama að ég þurfti að gefa þeim 5 min. athygli sem varð til þess að ég var alein og yfirgefin á dansgólfinu. En viti menn allt í einu fann ég hluta af hópnum og smám saman náði næstum allur hópurinn saman á ný.

Eftir ball var haldið á vit næturlífsins í miðborginni. The city life var í fullu fjöri og við líka !!! Á Rex var stemningin frekar dræm og stöldruðum við stutt við þar. Eftir nokkrar sveiflur þó á Rex vorum við alveg til að halda áfram og komum auga á stað þar sem karlmenn voru uppi á öllum borðum og sveifluðu sér með þokkafullum mjaðmasveiflum - Við þangað æpti ég !!

Auðvitað var okkur stillt upp í biðröð sem við svo gáfumst upp á og þegar við komum að lokuðum dyrum á Thorvaldsen voru háuhælarnir farnir að segja til sín ... og þreyttar konur röltu heim á leið.

Þá birtist ítalinn okkar - Töffarinn frá Milano sem greinilega varð heillaður af íslenskri kvenfegurð og slóst í för með okkur. Ja ... hvort hann vissi að við værum á leið heim að sofa eða ekki ... ég spáði ekkert í það fyrr en hann stóð brosandi út að eyrum á tröppunum mínum og beið spenntur eftir að fá einn night cap. Frank Sinatra söng "one for the money, one for the road."

Nú og hvað átti ég að gera við ítalann ... Ég gat bara ekki sent hann sneiptan og snauðan heim til sinna heima ?? Svo well hvað gerir maður ekki fyrir karlmenn alveg sama hvaðan þeir koma ... hvernig þeir eru og til hvers þeir eru...Hann fékk alla vegana kaffi ... svo malaði ég um heima og geima og hann náði örugglega ekki nema 1/3 af því sem ég talaði um. Nú svo fór honum nú að leiðast allt þetta mal og fannst kominn tími á smá rómantík.

Rómantík !!! Síðan hvenær hafa karlmenn áhuga á rómantík - Ekki einu sinni þó þeir ætli sér að hún gæti mögulega leitt til einhvers more jucy !!!

Jæja Sinatra söng "I got you under my skin" - WOW ... ég á mínar minningar um það lag og þá fyrst fór að renna upp fyrir mér að sennilega væri kaffispjallið að þróast í kaffi og kelerí !!!

Þá var komin tími á að taka sér tak þó svo karlmannsfangið sé alltaf ljúft að liggja í. Það rann upp fyrir mér in the heat of the moment að ástæðan fyrir því að hann var farinn að hneppa frá sér skyrtunni var ekki vegna þess að hitastigið væri hátt ...þetta var auðvitað partur af hinum ítalska sharma. Jæja og hvað ??

Þegar maður er einhleypur og ekki við karlmann kenndur nema á fimm ára fresti þá eru ýmsir mikilvægir þættir kvenleikans ekki í besta ástandi. T.d. loðnir leggir eru mjög algengir þegar tekur að hausta og buxurnar síkka; nærföt á 10 min sem áttu að duga til að gerast klár á ball, fór  alveg ofan garðs og neðan að muna eftir að fara úr Sloggy buxunum og í blúndurnar; hvað þá að hafa brjósthaldarann í stíl ...því það var enginn tími fyrir smáatriði !!!! - Hver ætlaði svo sem að gerast eitthvað djarfur Saklaus

Svo hvernig tæklaði ég þá ítalska sharmörinn ? Vera djörf og hugsa what the heck ... hann verður busy að hugsa um annað en loðnu leggina og bómullarnærfötin sem eru úr sitthvorri nærfataskúffunni þegar hann verður í sjóðheitum ástaratlotum. Freistandi að sjá hvort þeir ítölsku standi undir orðspori og séu jafn bólfærir og sögur fara af. Löngu kominn tími á að einhleyp kona á besta aldri fái að komast í tæri við karlmann þó svo árin 5 séu ekki liðin síðan síðasti karlmaður hvarf á braut.

Eða

Halda fast í þá reglu að sænga aldrei hjá karlmanni nema öll smáatriðin séu í lagi. Hugsa með sér ...Æ það er ekkert jafn pínlegt og að vakna við hlið einhvers úfinn og þvældur ... og þurfa að byrja á að spyrja hvað hann heitir áður en þú sendir hann sína leið. Vera svo hálfan daginn annað hvort með bros á vör því "you had the heck of a time" eða þá "bad memories" MÓRALL og þú þorir ekki út úr húsi því það væri dæmigert að rekast á hann ÓVART á förnum vegi.

Ítalinn minn sem var svo sætur að fylgja mér heim fékk því bara einn blautan afmæliskoss í kveðjuskyni og var sendur heim til Milano með allt aðra goðsögn í huga um hinar villtu næturlífssögur af Íslandi. En come on ... af því hann átti afmæli vildi ég nú ekki að hann færi án þess að fá einn koss frá ljóskunni.Ullandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband