Sögur af liðnum vetri

Þá er komið að því að ég taki upp fyrri iðju við að skemmta ykkur sem lesið bloggið mitt. Flest ykkar hafið örugglega gefið upp alla von um að ég héldi þessu bloggi mínu áfram enda kanski eru blogg að detta úr tísku ??

Hvað um það, þá fáið þið smá bút við ævisöguna mína svo góða skemmtun því það mun væntanlega líða eitthvað þar til ég tek mig til á ný að skrifa.

 

Það eru engin stórtíðindi úr djammlífinu enda er ég spjalldrottning en ekki djammdrottning þó ég kunni nú alveg að láta ljós mitt skína á djamminu þegar slíkar uppákomur bjóðast. Í karlamálum er gúrkutíð og því ætla ég ekki að segja ykkur nein leyndarmál úr þeim málaflokki. Mín er þó full bjartsýni fyrir nýja árið enda búin að tæma allar hillur í Victorias Secret í Mall of America. Nú sárvantar mig nýtt skipulag í skápana mína. Ég elska svona Popp Dívu skápa þar sem er pláss !!! fyrir öll gullin í fataskápnum. Auðvitað var bætt nokkrum gullum í skósafnið J Ég keypti mér alveg geggjuð Dolce & Gabbana stígvél og auðvitað voru þau úr lakki. Auðvitað varð svo að kaupa lakk tösku í stíl, sem reyndar var ekki undir sama label og stígvélin. Síðan var það dökkur plómulitaður Jucy Couture kjóll og þá var skvísan heldur betur klár í slaginn. Rak inn nefið á dansgólfið í major Halloween partý og nema hvað allt í einu hafði ég þefað uppi unga stelpu með mígrófón og cameru TV eitthvað ...Mín skellti upp colgatebrosinu og sagði með wannabe Texashreim “I´m a hot chick from Iceland “

 

Þegar heim var komið tók við “I´m a tired teacher from Iceland” lítið annað en vinnan dreif á daga mína þar til sólin fór að hækka á lofti og dagurinn að lengjast.

 

Reyndar eftir US skellti ég mér til London og dressaði skutlan sig upp í nýja skó frá Prada J Ég hef komist að því að þegar halla tók undan fæti í ástarmálum og korter í þrjú kynlífi fækkaði þá fann ég mér nýtt áhugamál og það eru skór. Ég get verið í kynlífsbindindi i 5 ár en ég get ekki farið framhjá skóbúð nema að kíkja inn og ganga út með amk 1 par. Reyndar fékk ég ekki í fallega fætur í vöggugjöf en ég læt það ekkert buga mig skreyti mína breiðfættu bífur með fallegum skóm alsæl þótt seytli úr blóðugum blöðrum.

Ég man nefninlega að þegar mig dreymdi um að verða ballerina las ég um það að ballettdansarar, sér í lagi primadonnurnar þurfa stundum að harka af sér blóðuga og sára fætur heila sýningu án þess að láta á sjá og fela sársaukann listilega í fallegu brosi.

 

En svo ég geti nú sett inn nýja færslu eins og á mig var skorað þá er best ég hætti hér því ég luma kanski á fleiri nýjum sögum af sjálfri mér fyrir ykkur að skemmta ykkur yfir.

 

I love you J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband