Prinsessan á bauninni

 

Ef það er eitthvað sem ég kann og geri vel þá er það að dekra við sjálfa mig. Þessa dagana nýti ég sumarfríið í að sofa út, fara í ræktina og dúlla mér í baðstofunni í Worl Class, dást að nýju magavöðvunum, leika mér í nýja king size rúminu mínu, kaupa fleiri skó sem kemur algjörlega í staðinn fyrir kynlíf, vera pæja, fara í nudd einu sinni í viku og slúðra við vinkonurnar.

Ég gerði góða tilraun til að skoða næturlífið um daginn en fann ekkert sem kveikti í mér. Er ekki í stuði til að digga þessa staði sem í boði eru. Sakna þess ekkert að eltast við djammlífið í Reykjavík þessa dagana þó svo ég sé dáltið að gangast upp í því að kaupa mér eitthvað gellulegt til að spranga um í. Bíð bara eftir að draumaprinsinn bjóði mér á deit og þá dubba ég mig upp í flottum kjól og háum hælum. Enn sem komið er býður hann mér ekki nema stutt innlit sem kallar ekki á mikinn klæðnað þó svo ég hafi nú reynt að draga í það minnsta fram eitt og eitt par af rauðum, bleikum eða silfruðum hælaskóm. Lúkkar nú betur en inniskórnir !!!

Útiloka það nú ekki að maður geri eina heiðarlega tilraun í viðbót til að kíkja á djammið þó svo ekki væri nema bara til að skella sér í Jessicu Simpson skóna og meika dansgólfið með stæl.

 

Um þessa helgi ætla ég að anda að mér sveitasælunni og kanski skella mér á hestbak í sumarblíðunni. Þó svo ekki sé nema í kompaníi með gamla settinu sem eyddi 25 árum í að ala mig og sjá fyrir mér þá er það eitt af því mest rómó sem ég geri á sumrin og ekki veitir gamla settinu af því að hafa svona skemmtilegt kompaní með sér eins og mig J Ætla að skilja Pradaskóna eftir heima en fékk mér í staðinn nýja reiðskó ... Skódellan er frá A til Ö það skiptir engu máli hvernig skór bara nýir skór í safnið !!!!

 

En til að komast í sveitina þarf ég að pakka svo þetta verður ekki lengra hjá mér !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband