Bloggið hennar Vilmu - vilma.blog.is

Ef ykkur langar til að lesa skemmtilegt blog þá mæli ég með þessu. Vilma á það líka til að segja mjög skemmtilegar sögur af vinum og vandamönnum Whistling Við höfum oft skemmt okkur við að rifja upp hina ýmsu atburði sem henda okkur sem Vilma bloggar svo skemmtilega um.  Núna á síðasta bloggi kemur hún með brilliant hugmynd byggða á athugasemd um ólympíuleikana í Kína. Hvernig væri að bítta ekki bara út skemmtikröftum heldur líka bítta út sjálfu íþróttafólkinu.

Fyrst skemmtikraftarnir þurfa bara að vera fallegir og hæfileikaríkir (ekki alltaf hægt að hafa allt í sama pakkanum) þá  því ekki að láta það sama gilda um íþróttafólkið Bandit .... Ég væri sko heldur betur til í að horfa á fótbolta ja eða hvað sem er ef það væru chocko gæjar í nærmynd !! 

Síðan skrifaði hún bloggfærslu um eina æðislegustu bíómyndaferð sem ég hef farið í. Við tvær á Mama Mia bara þeir sem þekkja okkur geta séð þetta fyrir sér en það var örugglega mjög fyndið að sitja fyrir aftan okkur ... við getum verið svolítið high strong í bíó. Rifjuðum upp eftir sýninguna hvernig við t.d. æstum hvor aðra upp í að hræðast hóp blindra manna sem var í hressingargöngu í litlum svefnbæ í Svíþjóð - Við sannfærðar um að þarna væri hópur ræningja á ferð sem ætlaði að ræna okkur - Vorum nýkomnar úr hraðbanka - Ja fólkið sveiflaði prikum og gekk með dökk gleraugu !!! Bandit 

Stundum skrifar hún svo um djammuppákomur sem eru alltaf skemmtilegar hjá okkur því við erum báðar ljón og kunnum að skemmta okkur um leið og við skemmtum öðrum. InLove

Ég fór t.d. að búa til mitt eigið blogg af því mér fannst bloggið hennar Vilmu svo skemmtilegt og svo af því ég er dáltið áhrifagjörn og vil auðvitað alltaf vera með í alls kyns tískusveiflum þá ákvað ég að búa líka til facebook. Ég sá lengi vel engan tilgang með þessu facebook en er nú einlægur aðdándi og þekki fullt af skemmtilegu fólki á facebook og af því ég á svo fyndna vinkonu eins og Vilmu þá tókst henni að nappa mig í að skrá mig á speed date á facebook GrinGrin ... Ætla ekki að fara út í það þegar hún nappaði mig sem fórnalamb í veðmál sem hún stóð fyrir Shocking aftur græddi ég í staðinn á því kynþokkafullan dans frá einlægum djammaðdánda okkar sem á það til að dans trylltan dans fyrir okkar þegar vel stendur á og svo græddi ég notalegt fang hjá Mr. Charming til að slaka á undir ljúfum tónum eftir allan danshasarinn með Mr. Swingaling.  

Reyndi að fá tvær af vinkonum mínum til að búa til facebook en þær horfðu á mig fullar efasemda og hristu höfuðið svona sami svipur sem ég fékk frá þeim þegar ég bað þær um að koma með mér á gaypride gönguna W00t 

Svarið við facebook: "Margret maður opinberar ekki allt um sig á netinu Police Ætli maður haldi nú ekki enn í þá von að krækja í karlmann eye to eye" - Hver nenfndi það að krækja í einn eða neinn maður má nú dreifa því á netinu hvað maður er áhugaverður og skemmtilegur. 

Svarið við gaypride: " Ertu rugluð !! það gæti komið mynd af mér í TV og þá mundi fólk hugsa Ó hún er lesbísk þess vegna er hún single. Kemur ekki til greina að við látum sjá okkur neinstaðar nærri laugarveginum. " Ja hvað ef ... úps ... þrjár konur sjást saman á Laugarveginum í sjálfri gaypride göngunni LoL  Mér finnst þær samt alveg yndislegar !!!!

Ég hefði átt að hringja í Vilmu vinkonu því hún hefði nú heldur betur tekið mig undir arm og við smellt okkur í flottasta fjörið í bænum Whistling og hugsið ykkur bara ef við hefðum nú verið svo heppnar að finna sjónvarpsupptökuvél Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, Magga er bara mjög dugleg að blogga núna.  Ég er með beint samband við bloggið þitt vegna Google Reader sem fylgist með öllum heimasíðum sem ég er í sambandi við. 

Jæja, hvað er að þessum vinkonum þínum?  Ekkert að því að fara á Gay Pride.  Ef það verður vandamál aftur, mundu þá að taka mig með þér.  Mér finnst gaman af þessu og hef engan áhyggjur af því að ég komi í TV og allir halda að ég sé lessa.  hahahahaha.

Já, Mamma Mia er æðisleg mynd og mig langar að sjá hana aftur.  Maður fór út með bros og leið rosaleg vel eftir myndinni.

Karen (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... já ég hefði sko kippt þér með á GayPride.  Alveg ómissandi að taka þátt þar!  Og mikið svakalega var gaman í bíóinu... get varla beðið eftir næstu bíóferð!

Vilma Kristín , 13.8.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband