Dagur franskrar tungu !!!

Það var nú eiginlega þannig að ég ætlaði mér alltaf að búa í Frakklandi. Fannst franskur matur æði, frönsk tíska "mega genuine", franskir karlmenn ... bara ú la la ... Paris fallegasta borg í heimi "et la vie en france magnificent Heart" Cote d´Azur var la ville amour Heart Þar lá ég fyrir nokkrum öldum síðan, sleikti í mig sól og franska menningu.

Þannig að til að komast sem næst draumi mínum var ákveðið að fara og læra frönsku. Það vantaði nefninlega algjörlega upp á tungumálaskilninginn þarna "dans la France". Ég hitti hvern franska sharmörinn á fætur öðrum en alltaf stóð ég á gati og gat hvorki skilið upp né niður í einu eða neinu sem þeir reyndu að tjá sig um. Sömu sögu var að segja af þeirra hálfu, þetta endaði vanalega í hálf vandræðalegum bendingum og brosum og Sideways 

Jafnvel hin einföldustu orð ástarinnar skyldust illa og þó maður hefði ætlað að ekki þyrfti mikið að skilja þegar sumarástin er annars vegar þá því miður varð þetta einum of flókið allt saman og frá Frakklandi varð ég að hverfa án þess að finna franska sharmeurinn FootinMouth. Þótt liðin séu ár og öld er franskan ekki gleymd. Ég brá á það ráð að reyna að endurlífga drauminn og settist á skólabekk og dró fram frönsku orðabókina mína. Próf á morgun en eitthvað er ég að slugsa við þetta og sit frekar hér og rifja upp í dagbókinni minni meðan frönskutextarnir liggja á borðinu, undirstrikaðir hér og þar. Eins falleg og franskan er þá finnst mér alveg skelfilega erfitt að læra hana Crying Búin að sitja stjörf og hlusta á heila spólu á frönsku og ég skil bara annað hvert orð af orðagjálfrinu sem vellur út úr frekar glötuðum texta. Sick

Alors, best að halda áfram því ekki er tekið mið af því á prófi hvort maður hafi brilliant orðskilning eða ekki svo áfram með frönskuna et bon nuit !!!

Au Revoir !!!

 Kann ekki einu sinni að skrifa eitthvað ægilega smart á frönsku Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband