Úfin heimasæta veltir fyrir sér nýju þema fyrir árið

Ég veit ekki hvað er langt síðan ég reimaði á mig spariskóna og þrengdi almennilega að lífstykkinu fyrir almennilegt sparikvöld í 101 Reykjavík. Í staðinn er ég að verða samgróin sjálfri mér hér heima, köttunum mínum og sápuóperunum í sjónvarpinu. Ég þrýfst á Beverly Hills, gömlu góðu sápunni sem mótaði líf mitt á unglingsárunum. Snjáðu og mittisþröngu gallabuxurnar hafa ekki verið settar í þvott í mánuð og nú sef ég og vakna ég í sömu krumpuðu peysunni sem ég ætti að vera búin að henda út fyrir tveim árum síðan. Ninja

Í ipodinu fjalla öll um það hvað það sé frábært að vera single og karlmannslaus og það sé hvenær sem er hægt að finna substitude for last love. Kvennhetjulög eru í uppáhaldi þessa dagana.

Ég leiði hjá mér allt jólastress enda er ég sumarbarn og þrífst best í sól og hita. Ég er nú samt enginn Scroots svo ég reyni að láta sem ég sé í þessu jóla jóla ... með öllum hinum. Skemmtilegast við jólin er samt allt lífið sem kviknar. Ljósin og skrautið sem setur sinn svip á umheiminn. Mér finnst líka jólatréð svo fallegt þegar það er pökkum skreytt og að lokum er það messann á aðfangadag jóla. Reyndar þar sem ég á ótrúlega erfitt með að fylgja klukkunni þá er ég svo oft sein og missi af því að setjast á kirkjubekk með öðrum syndaselum. Þá kveiki ég á Gufinni og hlusta heima og læt hugann reika um árið sem er að líða. Reyni að kveðja gamla drauga sem sveimað hafa í kringum mig á árinu sem er að líða og strengi þess heit að þegar nýtt ár gengur í garð verði líka ný ég sem vakna á nýársmorgun.

Ég dett dáltið inn á persónuþemu. Þetta árið er það algjörlega úfna heimasætan sem hefur verið allsráðandi. Pæjufötin mín næstum ósnert inn í skáp ... Meira að segja nokkur skópör við betri klæðnað sem aldrei hafa verið notuð. Kjólar sem hafa ekki farið úr dry cleaning plastpokanum síðustu 12 mán. eða þá hanga verðmiðar ennþá á kjólbakinu.

Hef algjörlega dottið úr tísku hvað djammið varðar. Ef tekst að draga mig út úr húsi endar kvöldið vanalega á crazy stöðum þar sem annað hvort við föllum undir það að vera wannbe gellur og aldurstakmarkið ekki yfir 25, allir í kringum okkur eru með hneppt niður á maga og konurnar á barnum bjóða í glas og tilbúnar að taka að sér að leiða úr læðingi tvíkynhneigð þó ekki nema eina nótt. Þriðja dæmið væri svo staðir þar sem maður er algjörlega aðal gellann á staðnum en aðrir í kring virðast frekar falla undir skuggaheima 101 en að vera í þotuliði 101. Síðasta minning mín frá djamminu var svo á þá leið að meðalhæð fólksins var ekki mikið meiri en 170 cm, flestir voru ekki íslenskumælandi og sögur fóru af því síðar að nokkrir karlmenn hefðu haft það fyrir áhugamál inni á staðnum að mynda afturenda kvenna sem voru of uppteknar að dansa til að velta fyrir sér hvað væri að gerast í næsta nágrenni. Mér fannst ég öllu heldur vera komin í China town N.Y.City en á djammið í miðborg Reykjavíkur.

Einu sinni var það Glaumbær sem var og hét, síðan var það Broadway og Amma Lú sem slóu í gegn, eftir það lá leiðin á Borgina og Mímisbar og flottustu galaböllinn voru í Súlnasalnum ... Hvert skal halda í dag ?? Ég á mér eiginlega bara engann uppáhalds griðastað fyrir næturlífið og kanski ein aðalástæðan fyrir þema ársins - Hanga heima og gera ekki neitt Wizard

Á núna eftir að finna mér nýtt þema á næsta ári því þetta er orðið ágætt og komin tími á að poppa stund og stað upp með einhverju splunkunýju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kann persónulega mjög vel við úfna lookið - þá ertu svo eðlileg :)  Gleðileg jól!

Vilma 

Vilma (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband