I´m old and I´m grumpy

Ég vaknaði í morgun alveg grútsyfjuð enda lét ég fallast í þá freistingu að horfa á hinn margumrómaða veruleika þátt, Rockstar Supernova. Mig dreymdi Tommy Lee hálfa nóttina en læt það ósagt hvort ég hafi farið með aðalhlutverkið í nýju myndbandi bönnuðu innan 18 eða hvort ég hafi farið með eitt af hlutverkum keppenda í Supernova. Þögull sem gröfin

Hver sem draumurinn þó var hafði hann ekki næg áhrif til að ég vaknaði í góðu skapi. Samt heldur bjartara yfir en í gær þá var ég með gjörsamlega allt á hornum mér enda gluggapósturinn ekki til að örva hláturstaugarnar. Fýldur

 Í kvöld hlakka ég ýkt mikið til að vita hver fer heim úr Supernova og ætla að skjóta á Patrice. Ljúf söngkona og mjög hæfileikarík en ég held bara að hún sé ekki rétt andlit fyrir töffarana. Annars er ég nú lítill rokkari og get enn ekki séð fyrir mér hver fær gullið !!!

 


Fyrsta bloggfærsla

Dagurinn í dag:

 Nú er komið að því að koma afkvæminu í skóla. Stolt mæðgin héldu til skólasetningar bæði uppádubbuð, vatnsgreidd og með cologne. Sonurinn hafði valið að vandvirkni jakkaföt og bindi því hann vildi vera jafn herralegur og drengirnir á myndinni sem hékk á skólaganginum og var sennilega síðan 1930.

Mér fannst hann svo myndarlegur að ég var hreint og beint að rifna af monti og svo vildi það þannig til að RUV var á staðnum til að mynda nýskráða fyrstu bekkinga og var litli "borgarstjórinn" minn hinn hæst ánægðasti að komast í fréttirnar. Þetta varð svo hin skemmtilegasti dagur hjá okkur þar sem við enduðum í bíó og fylgdumst af áhuga með Disney myndinni Cars. Ljómandi krúttleg mynd eins og flestar Disney.

Á morgun þarf fyrirmyndarmamman svo að koma litla nemanum stundvíslega í skólann ...Muna eftir öllu sem búið er að undirbúa fyrir fyrsta skóladaginn .... Svo kanski það sé komin tími til að hátta og vera klár í bólið um leið og Rockstartónleikarnir eru búnir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband