Spjalldrottningin fer á ball

 

 

 

Ég var nýbúin að hafna því að skella mér á grímuballpartý í anda halloween. Eitt af þessum barnlausu kvöldum sem ég ætlaði að nýta í rómantíska grátmynd, drekka rauðvín og fara snemma í háttinn.

 

Ég var nýbúin að hreiðrá um mig undir teppi upp í sófa og rökstyðja við sjálfa mig afhverju ég væri svona mikill félagsskítur þegar síminn hringdi. Eitt af mínum helstu partýljónum í vinahópnum hætti ekki fyrr en henni tókst að sannfæra mig um smá út á lífið brölt og þar sem ég var allt í einu komin í dansfýling þá hentist ég í sturtu og dró fram öll fegurðartrikkin.

 

Síðan mætti ég til að pikka upp partýljónið í þröngum gullbuxum, Prada gullskóm og hæfilega flegnum topp. Í staðinn fyrir að dást að því hvað ég hafði vandað valið vel þrátt fyrir að hafa engan spegil í nýju íbúðinni hjóðaði ljónið upp yfir sig og neitaði að taka mig með sér svona klædda. Röflaði eitthvað um að hún hefði ekki dressað sig upp.

 

Við skelltum í okkur nokkrum bjórum og brátt snerist talið um eitthvað allt annað en gullbuxur og stripparahæla. Reyndar töluðum við svo mikið að við næstum gleymdum að hringja í Taxa til að koma okkur í bæinn. Eftir 20 min bið og engan Taxi þá ákváðum við að hringja aftur. Við höfðum eitthvað farið á mis við fyrri Taxann svo nú ætluðum við sko að góma hann nema hvað. Úti kuldanum börðumst við við hvirfilbyl sem bara Grandinn er þekkur fyrir. Ég sé hann æpti ég fimm skrefum á undan partýljóninu mínu. Ég greikka sporin á fínu gullskónum en sé mér til skelfingar að Taxinn ætlar að stinga af aftur !!! Nei veina ég ...hann er að fara !!! Ég gleymi stund og stað og ekkert annað kemst að nema að grípa Taxann áður en hann yfirgæfi okkur enda klukkan langt gengin í tvö. Ég nálgast og sé Taxann stoppa ... Ég finn hvernig ég lyftist upp með símann í annarri og töskuna í hinni ... það rennur upp fyrir mér að ég sé á leiðini kylliflöt á jörðina ...umkomulaus að ná jafnvægi í rokinu. Síminn eða gullbuxurnar hvoru yrði bjargað !!! Það næsta sem ég veit er að ég steinligg eins og barinn boxari.

Nýju gullbuxurnar með gati á hnénu, fimm fingur af 10 blóðugir og hruflaðir, hruflað hné en heill gemsi og heilir hælar !!!

 

Við komumst þó niður í bæ með mig plástraða. Gullbuxunum var að sjálfsögðu skipt út fyrir nýtt look og nýja skó J Við mæltum okkur mót við næturdrottninguna á Thorvaldsen. Það var ekki erfitt að finna hana því við spottuðum fljótt hóp karlmanna á dansgólfinu sem kepptust við að ná athygli og í miðjunni fundum við næturdrottninguna sjálfa.

Eins og alltaf þegar komið er út á dansgólf fóru liðamótin að hitna og brátt hvarf allur sársauki. Við flengdumst á milli dansfélaga, sumir loðnir, aðrir sveittir, sumir mjúkir, sumir heitir amk það sem straukst við í lærið í dansinum. Nóg var framboðið þar til klukkan var langt gengin í korter í fjögur. Þá kom á daginn að karlmennirnir ætluðu allir saman í partý nema hvað "sorry no girls, only guys" J J

 

Já svona fer það stundum korter í fjögur næst ætlum við því að prófa gamla góða tímann korter í þrjú J

 

Á leiðinni í leigubíl týndist næturdrottningin enda var hún komin á veiðar og þeir fiska vel sem róa !!!  Á leið yfir Lækjartorg dundi í Whitney Houston frá einum staðnum og auðvitað við ennþá glóðvolgar eftir villtu dansana bjuggum til heimatilbúin skemmtiatriði á leið í leigubílaröðina. Fengum að sjálfsögðu óvænta athygli fyrir söng og dans hvort sem það var sama aðdáun fólgin í því og við ímynduðum okkur.

Leigubílaröðin var alls ekki eins leiðinleg og við áttum von á og það er greinilegt að það er kanski akkúrat leigubílaröðin sem er besti pikkupp staðurinn korter í fjögur J


Bloggið hennar Vilmu - vilma.blog.is

Ef ykkur langar til að lesa skemmtilegt blog þá mæli ég með þessu. Vilma á það líka til að segja mjög skemmtilegar sögur af vinum og vandamönnum Whistling Við höfum oft skemmt okkur við að rifja upp hina ýmsu atburði sem henda okkur sem Vilma bloggar svo skemmtilega um.  Núna á síðasta bloggi kemur hún með brilliant hugmynd byggða á athugasemd um ólympíuleikana í Kína. Hvernig væri að bítta ekki bara út skemmtikröftum heldur líka bítta út sjálfu íþróttafólkinu.

Fyrst skemmtikraftarnir þurfa bara að vera fallegir og hæfileikaríkir (ekki alltaf hægt að hafa allt í sama pakkanum) þá  því ekki að láta það sama gilda um íþróttafólkið Bandit .... Ég væri sko heldur betur til í að horfa á fótbolta ja eða hvað sem er ef það væru chocko gæjar í nærmynd !! 

Síðan skrifaði hún bloggfærslu um eina æðislegustu bíómyndaferð sem ég hef farið í. Við tvær á Mama Mia bara þeir sem þekkja okkur geta séð þetta fyrir sér en það var örugglega mjög fyndið að sitja fyrir aftan okkur ... við getum verið svolítið high strong í bíó. Rifjuðum upp eftir sýninguna hvernig við t.d. æstum hvor aðra upp í að hræðast hóp blindra manna sem var í hressingargöngu í litlum svefnbæ í Svíþjóð - Við sannfærðar um að þarna væri hópur ræningja á ferð sem ætlaði að ræna okkur - Vorum nýkomnar úr hraðbanka - Ja fólkið sveiflaði prikum og gekk með dökk gleraugu !!! Bandit 

Stundum skrifar hún svo um djammuppákomur sem eru alltaf skemmtilegar hjá okkur því við erum báðar ljón og kunnum að skemmta okkur um leið og við skemmtum öðrum. InLove

Ég fór t.d. að búa til mitt eigið blogg af því mér fannst bloggið hennar Vilmu svo skemmtilegt og svo af því ég er dáltið áhrifagjörn og vil auðvitað alltaf vera með í alls kyns tískusveiflum þá ákvað ég að búa líka til facebook. Ég sá lengi vel engan tilgang með þessu facebook en er nú einlægur aðdándi og þekki fullt af skemmtilegu fólki á facebook og af því ég á svo fyndna vinkonu eins og Vilmu þá tókst henni að nappa mig í að skrá mig á speed date á facebook GrinGrin ... Ætla ekki að fara út í það þegar hún nappaði mig sem fórnalamb í veðmál sem hún stóð fyrir Shocking aftur græddi ég í staðinn á því kynþokkafullan dans frá einlægum djammaðdánda okkar sem á það til að dans trylltan dans fyrir okkar þegar vel stendur á og svo græddi ég notalegt fang hjá Mr. Charming til að slaka á undir ljúfum tónum eftir allan danshasarinn með Mr. Swingaling.  

Reyndi að fá tvær af vinkonum mínum til að búa til facebook en þær horfðu á mig fullar efasemda og hristu höfuðið svona sami svipur sem ég fékk frá þeim þegar ég bað þær um að koma með mér á gaypride gönguna W00t 

Svarið við facebook: "Margret maður opinberar ekki allt um sig á netinu Police Ætli maður haldi nú ekki enn í þá von að krækja í karlmann eye to eye" - Hver nenfndi það að krækja í einn eða neinn maður má nú dreifa því á netinu hvað maður er áhugaverður og skemmtilegur. 

Svarið við gaypride: " Ertu rugluð !! það gæti komið mynd af mér í TV og þá mundi fólk hugsa Ó hún er lesbísk þess vegna er hún single. Kemur ekki til greina að við látum sjá okkur neinstaðar nærri laugarveginum. " Ja hvað ef ... úps ... þrjár konur sjást saman á Laugarveginum í sjálfri gaypride göngunni LoL  Mér finnst þær samt alveg yndislegar !!!!

Ég hefði átt að hringja í Vilmu vinkonu því hún hefði nú heldur betur tekið mig undir arm og við smellt okkur í flottasta fjörið í bænum Whistling og hugsið ykkur bara ef við hefðum nú verið svo heppnar að finna sjónvarpsupptökuvél Wink 


Djammið 10.ágúst

Eftirfarandi er óritskoðað.

 

Það var komið að því að skella sér á djammið. Við byrjuðum í partý heima hjá Maggý; Ég sein að vanda Blush En engu að síður var farið að volgna undir stelpunum svo ég skellti tappanum af einum Breezer og helti mér inn í samræðurnar.

Harpa vinkona var komin í fyrirlesarahaminn og sussaði á okkur Lenu sem sátum undir stormandi fyrirlestri um forsetaefni Bandaríkjanna og hversu glöð og hamingjusöm hún væri yfir því að fá hvíta konu í framboðið og svartan karl. Reyndar var hún svo líka mjög leið í hjarta sínu yfir því að sá svarti vann kellinguna nema hún heldur enn í þá veiku von að Miss Hillary vilji verða varaforseti.

Við Lena vildum auðvitað segja okkar skoðun enda erum við nú allar þrjár dáltið málgefnar konur, tala nú ekki um á fjórða glasi Cool "Ekki tala ég er að tala " gall í Hörpu á fimm min. fresti ef við Lena voguðum okkur að segja eitt aukatekið orð. Hálftíma seinna fékk Lena orðið og þrem korterum seinna fékk ég orðið. Þá var Maggý sofnuð enda hafði hún staðið í ströngu vegna undirbúnings á barnaafmæli sem til stendur að halda á mánudaginn.

 Í bæinn komumst við þó. Ég fékk leigubílstjórann í lið með mér og reyndi að sannfæra kynsystur mínar um að það væri svæsið lesbíu partý á Thorvaldsen sem er aðal veiðistaður vinkvenna minna. Ég var svo heppinn að strákurinn sem keyrði mig á nesið sótti okkur í partýið. Hann áttaði sig kanski ekki alveg strax á blikkinu mínu, hélt ég væri orðin svona daðursleg en svo fattaði hann samsærið og mér tókst með naumindum að afstýra því að fara á Thorvaldsen. Þá var það Apótekið. My kind of place. Góð tónlilst og fullt af fallegum konum svo maður fær enga athygli en getur dansað í friði. Hamingja mín um vel valinn stað stóð þó ekki lengi. Stöllurnar vildu taka út Thorvaldsen fundu á sér gósen veiði InLove  

Jæja þá var stormað inn á Thorvaldsen. Aðal gellurnar tvær lifnuðu strax við. Skyndilega rann öll þreyta af Maggý og barmurinn lyftist þegar hún kom auga á fyrstu bráðina á dansgólfinu. Harpa lék sér aftur daðrandi við stútinn á bjórflöskunni meðan ég og Lena djöfluðumst kófsveittar út um allt dansgólf. Við höfðum báðar verið svo skynsamar að fara vel útbúnar á fótunum til að geta notað fimaleggina sem best á gólfinu. Áður en langt um leið vorum við orðnar umkringdar suðandi býflugum sem voru í leit að hunangi.

Danstónlistin var í fyrstu ekki alveg að gera sig en inn á milli komu þó lög sem hægt var að byrja að hristast með. Verð svo að játa það að ég er bara orðin nokkuð góð í að hrista rassinn. Kanski það sé bara rétt hjá krúttlnu mínu að ég sé með dáltið stóran rass Ninja  Alla vegana hvernig sem  tónlistin var að slá í gegn þá skókum við okkur í allar áttir. Þangað til að býflugurnar gerðu árás. Dansplássið þrengdist, sveittir líkamar fóru að snertast og svitlyktin að magnast. 

"you beautyful woman" ég brosti og reyndi að sjálfsögðu að sýna fyllstu kurteisi og sagði með mínu sykursæta brosi " takk" eitthvað komu fram misskilin skilaboð og áður en ég vissi af var svitalyktin komin full nálægt mér. Sharmörinn reyndi aftur "you are crazy woman" enn á ný brosti ég sykursætt og sagði "takk " síðan kom heil romsa á eftir sem ég hvorki heyrði né skyldi en eitthvað var talað um símanúmer.

Ég held ég muni númerið enn 8545855 held ég Grin "I like you to call me " ég horfði framan í brosandi andlitið og velti fyrir mér hvað það væri fyndið að sjá karlmann með kanínutennur. Ég sagðist nú sennilega mundi vera búin að gleyma númerinu áður en nóttin liði en sá stutti gaf sig ekkert enda greinilega orðin totally in love eftir allar sveiflurnar mínar á gólfinu. 

Næst flaug ég um hálsinn á vitlausum manni. Ég er ekki sérlega mannglögg og því á ég það stundum til að strunsa framhjá fólki sem ég þekki án þess að heilsa. Ekkert illa meint bara svona ótrúlega óglögg fólk. Nema hvað ég sé þarna andlit sem ég kannast svo við og rýk á hann með stóru knúsi og segi "mikið er gaman að sjá þig elskan rosalega er langt síðan við höfum hist " Það tók strax að kippa í kynið enda hélt hann að hann væri komin á þennan líka séns. Síðan við barinn komst ég að því að ég hafði fleygt mér um hálsinn á fyrrverandi sharmör úr bóli vinkonu minnar og varð svo um og ó að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma mér út úr þessum aðstæðum. Tókst þó að lokum að beina samtalinu frá því að ég væri að sýna eindreginn áhuga minn á kynlífi og forðaði mér eins hratt og ég gat aftur á dansgólfið svo vinkona mín fengi ekki ranghugmyndir W00t um þennan óvænta áhuga minn á hennar EX. 

 Enn á ný skók ég mig á gólfinu með miklum tilþrifum enda dúndrandi Footloose í hátölurunum. Býflugurnar voru enn á sama stað og ægilega ánægðar að fá dömuna sem hristi barminn svo huggulega aftur á dansgólfið. Að sjálfsögðu olli ég engum vonbriðgum enda má nú alveg horfa þó það sé bannað að snerta. Devil Ekkert lát var á sveiflunum og fer ég nú létt með að eigna mér eins mikið pláss á gólfinu og ég þarf.  Þegar glumdi svo í Palla "allt fyrir ástina" varð ég að hefja upp raust mína með danstöktunum og áður en ég vissi af var ég komin á svið með öllu tilheyrandi, áhorfendum, aðdáendum og ómissandi sjálfstrausti.  Sá sveitti var aftur búinn að ýta sér þétt upp að mér svo Harpa vinkona ákvað að reyna að bjarga mér þegar hún sá þjáningarsvipinn og rak bjórflöskuna að mér svo ég gæti notað hana sem hátalara. Nema þá fauk úr henni vænn sopi sem í staðinn fyrir að lenda ofan í mér lenti ofan á mér. Maður er auðvitað svo pro á gólfinu að þetta var bara látið hristast af í dansinum nema nú varð býfluguágangurinn enn meiri. Mætti halda að ég hefði dottið ofan í wanna have sex lykt LoL

Í lok kvöldsins skyldi ég svo Hörpu eftir í þéttum faðmlögum með þetta líka krúttlegum kalli sem greinilega var orðinn dolfallinn af barmfögru konunni í þrönga kjólnum. Lena var búin að gefast upp á dansinum þrátt fyrir góðan skóútbúnað og þegar þriðja kynlífstilboð kvöldsins kom og blaut tunga rétt missti færis á vörunum mínum þá hugsaði ég með mér að nú væri tími til kominn að halda heim á leið. Ég tók því saman föggur mínar og sveiflaði mjöðmunum í takt við tónlistina á leiðinni út ... Mambo number five. 

Ég tölti í hægðum mínum eftir Túngötu þegar ég mætti einum vini mínum sem virðist vera dáltið mikið á djamminu. Aldrei þessu vant var hann vant við látinn og hafði engan tíma til að kasta á mig kveðju. Verður mér þá litið út í horn og sé ég þar í hnipri stóra umkomulausa rottu. Vinur minn var greinilega í veiðihug eins og fleiri þetta kvöld. 

Hvað átti ég að gera ... Ég er haldin rottufóbíu á mjög háustigi. Ég er meira að segja með fóbíu fyrir öllu af nagdýrakyni.  Aftur var hún svo umkomulaus að mig langaði svo að reyna að bjarga henni. Ohh ég finn ennþá fyrir hrolli. Köld gæshúð skríður eftir bakinu !! Crying

Ég horfði niður á gullskóna og víðar skálmarnar á buxunum, síðan á rottungarminn og svo á köttinn. Þetta var töpuð barátta bæði fyrir mig og rottuna. Hvernig sem ég reyndi að vera hugrökk og telja í mig kjark til að bjraga rottunni þá bara fékk ég ekki neina útlimi til að hreyfast. Hvað ef hún mundi stökkva á mig eða hlaupa yfir gullskóna mína, eða hverfa upp undir skálmina á buxunum mínum. Ég fann óttann buga mig. Kjarkurinn var enginn á endanum bað ég rottuna um að fyrirgefa mér heigulsháttinn en í þetta sinn yrði Guð að ráða örlögum hennar. Þegar ég loks gat hreyft mig úr sporunum var það eingöngu til að flýja aðstæður og koma mér í burtu. Síðan hringdi ég á Taxa og komst heim án þess að vera etin lifandi af rottu. Aftur er ég með ægilega mikið samviskubit yfir því að hafa ekki getað bjargað henni og viss um að ef ég hefði ekki verið ein á ferð hefði ég kanski komist í ofurkonuhug og tekist að bjarga henni. 

 


Prinsessan á bauninni

 

Ef það er eitthvað sem ég kann og geri vel þá er það að dekra við sjálfa mig. Þessa dagana nýti ég sumarfríið í að sofa út, fara í ræktina og dúlla mér í baðstofunni í Worl Class, dást að nýju magavöðvunum, leika mér í nýja king size rúminu mínu, kaupa fleiri skó sem kemur algjörlega í staðinn fyrir kynlíf, vera pæja, fara í nudd einu sinni í viku og slúðra við vinkonurnar.

Ég gerði góða tilraun til að skoða næturlífið um daginn en fann ekkert sem kveikti í mér. Er ekki í stuði til að digga þessa staði sem í boði eru. Sakna þess ekkert að eltast við djammlífið í Reykjavík þessa dagana þó svo ég sé dáltið að gangast upp í því að kaupa mér eitthvað gellulegt til að spranga um í. Bíð bara eftir að draumaprinsinn bjóði mér á deit og þá dubba ég mig upp í flottum kjól og háum hælum. Enn sem komið er býður hann mér ekki nema stutt innlit sem kallar ekki á mikinn klæðnað þó svo ég hafi nú reynt að draga í það minnsta fram eitt og eitt par af rauðum, bleikum eða silfruðum hælaskóm. Lúkkar nú betur en inniskórnir !!!

Útiloka það nú ekki að maður geri eina heiðarlega tilraun í viðbót til að kíkja á djammið þó svo ekki væri nema bara til að skella sér í Jessicu Simpson skóna og meika dansgólfið með stæl.

 

Um þessa helgi ætla ég að anda að mér sveitasælunni og kanski skella mér á hestbak í sumarblíðunni. Þó svo ekki sé nema í kompaníi með gamla settinu sem eyddi 25 árum í að ala mig og sjá fyrir mér þá er það eitt af því mest rómó sem ég geri á sumrin og ekki veitir gamla settinu af því að hafa svona skemmtilegt kompaní með sér eins og mig J Ætla að skilja Pradaskóna eftir heima en fékk mér í staðinn nýja reiðskó ... Skódellan er frá A til Ö það skiptir engu máli hvernig skór bara nýir skór í safnið !!!!

 

En til að komast í sveitina þarf ég að pakka svo þetta verður ekki lengra hjá mér !!!


My beloved new job :)

Ég þráði alla mína skólagöngu að vera topp 10 stelpan í bekknum. Ég taldi flestum bekkjarfélögum mínum trú um að ég væri ógeðslega klára stelpan sem allir þoldu ekki af því kennarasleikjur eru ekki smart þegar maður er táningur alveg að verða unglingur.

Í menntaskólanum þráði ég svo ofboðslega mikið að vita hvað ég ætlaði mér með lífið og tilveruna þegar ég yrði stór. Í Big family eventum svifu um kellur og kallar sem voru að meta ungu kynslóðina og dembdu á mann spurningum eins og " ertu ekki rosalega dugleg að læra ? " "Hvað ætlar þú svo að gera þegar þú ert orðin stór ?" " Hvað fékkstu í meðaleinkunn á prófunum í vor?" - Totally hataði þessar spurningar. "Ert þú líka svona frambærileg eins og Helga litla systir !!!!!!! " Á endanum var bara málið að læðast með veggjum með fýlusvip svo fólk léti mig í friði með allar þessar spurningar sínar. Síðan dag einn kom nú loks að því að ég hafði hamskipti og breyttist í snaróðan ungling sem var alveg sama um lífið og tilveruna og hélt bara í þá staðreynd að það lægi ekkert á að þroskast. Gerðist sérlega kærulaus og hélt að í USA væri tilvalið að sletta úr klaufunum enda tók ég stefnuna þangað og átti bara villt djammlíf sem ég hef ákveðið að geyma í vel niðurgrafinni holu sem verður að eilífu gleymd og grafin.

Nú svo kom að því fyrr en seinna að unglingurinn breyttist og varð fullorðinn. Þá fór ég nú enn og aftur að spá í framtíðina og sá fram á það að ástarmálin væru ekki mjög fjölbreytt og lofandi og því væri nær útilokað að ég ætti eftir að gifta mig fyrir 25 ára velstæðum manni sem sæi fyrir mér meðan ég æli honum börn og héldi fullkomið heimili fyrir sumarfrí til Kanarí á vorin. Ég hafði líka komist að því að það voru bara sætir Wall street gæjar í bíó og alveg útilokað fyrir au pair hjá afdanka gyðingafjölskyldu að kynnast high class töffurum í US, svo enginn Jude Law með giftingarhring fylgdi mér til Íslands. Ég var að nálgast meira raunsæi og áttaði mig á að kanski væri ég ekki dæmigerð 5 stjörnu prinsessa Blush Eitt af því sem gleymdist að færa mér í vöggugjöf.

Ég sá aftur fram á það að það gæti verið tilvalið að gerast kennari í unglingadeildinni. Ég gæti kanski skoðað þessa ungu og upprennandi pilta enda er ég kanski þekkt fyrir að vera dáltill laumuperri inn við beinið. Þetta þróaðist nú ekki alveg í þessa átt enda þegar vinkona mín nappaði mig í að kenna í fyrra vetur sá hún fyrir sér að mun vænlegra væri að geyma mig í yngstu deildinni þar sem ég gæti ekki farið mér að voða Devil Ég eyddi því vetrinum í uppeldisstarfi kenndi, leiðbeindi og lagfærði. Allt frá hefðbundnu námi í að leysa úr dramatík og hegðunarvandamálum. Ég hélt það væri easy job að kenna í yngstu deild en verð að játa það að ég mátti hafa mig alla fram og leggja allt í sölurnar til að standa mig í stykkinu. Aftur lagar eitt og eitt rauðvínsglas allt stress svo ég skellti mér á annan vetur. Gat ekki hugsað mér að skilja börnin mín eftir í höndum einhvers annars. Hver á þá að fixa alla dramatíkina !!!


Sögur af liðnum vetri

Þá er komið að því að ég taki upp fyrri iðju við að skemmta ykkur sem lesið bloggið mitt. Flest ykkar hafið örugglega gefið upp alla von um að ég héldi þessu bloggi mínu áfram enda kanski eru blogg að detta úr tísku ??

Hvað um það, þá fáið þið smá bút við ævisöguna mína svo góða skemmtun því það mun væntanlega líða eitthvað þar til ég tek mig til á ný að skrifa.

 

Það eru engin stórtíðindi úr djammlífinu enda er ég spjalldrottning en ekki djammdrottning þó ég kunni nú alveg að láta ljós mitt skína á djamminu þegar slíkar uppákomur bjóðast. Í karlamálum er gúrkutíð og því ætla ég ekki að segja ykkur nein leyndarmál úr þeim málaflokki. Mín er þó full bjartsýni fyrir nýja árið enda búin að tæma allar hillur í Victorias Secret í Mall of America. Nú sárvantar mig nýtt skipulag í skápana mína. Ég elska svona Popp Dívu skápa þar sem er pláss !!! fyrir öll gullin í fataskápnum. Auðvitað var bætt nokkrum gullum í skósafnið J Ég keypti mér alveg geggjuð Dolce & Gabbana stígvél og auðvitað voru þau úr lakki. Auðvitað varð svo að kaupa lakk tösku í stíl, sem reyndar var ekki undir sama label og stígvélin. Síðan var það dökkur plómulitaður Jucy Couture kjóll og þá var skvísan heldur betur klár í slaginn. Rak inn nefið á dansgólfið í major Halloween partý og nema hvað allt í einu hafði ég þefað uppi unga stelpu með mígrófón og cameru TV eitthvað ...Mín skellti upp colgatebrosinu og sagði með wannabe Texashreim “I´m a hot chick from Iceland “

 

Þegar heim var komið tók við “I´m a tired teacher from Iceland” lítið annað en vinnan dreif á daga mína þar til sólin fór að hækka á lofti og dagurinn að lengjast.

 

Reyndar eftir US skellti ég mér til London og dressaði skutlan sig upp í nýja skó frá Prada J Ég hef komist að því að þegar halla tók undan fæti í ástarmálum og korter í þrjú kynlífi fækkaði þá fann ég mér nýtt áhugamál og það eru skór. Ég get verið í kynlífsbindindi i 5 ár en ég get ekki farið framhjá skóbúð nema að kíkja inn og ganga út með amk 1 par. Reyndar fékk ég ekki í fallega fætur í vöggugjöf en ég læt það ekkert buga mig skreyti mína breiðfættu bífur með fallegum skóm alsæl þótt seytli úr blóðugum blöðrum.

Ég man nefninlega að þegar mig dreymdi um að verða ballerina las ég um það að ballettdansarar, sér í lagi primadonnurnar þurfa stundum að harka af sér blóðuga og sára fætur heila sýningu án þess að láta á sjá og fela sársaukann listilega í fallegu brosi.

 

En svo ég geti nú sett inn nýja færslu eins og á mig var skorað þá er best ég hætti hér því ég luma kanski á fleiri nýjum sögum af sjálfri mér fyrir ykkur að skemmta ykkur yfir.

 

I love you J


Have your-self a marry little Christmas

 

Með tárin í augunum og sting í brjósti horfði ég á Jude Law játa ást sína. "Ég er yfir mig ástfanginn af þér" ... Fékk mér sopa úr rauðvínsglasinu til að kyngja tárunum. Mig langaði svo mikið að stökkva inn í flatskjáinn og henda mér um hálsinn á honum og segja "ég er totally in love too".  Blush

"Have your-self a marry little Christmas" ... söngurinn dró fram allar áramótaóskir mínar um breytt viðhorf, breyttan lífsstíl, ný ævintýri, nýja elskhuga, jafnvel heimsálfu ferðalög. FootinMouth

 

Í kvöld opnaði ég flösku sem ég hef verið að geyma og spara. Ein af þessum rauðvínsflöskum sem átti að skapa rómantíska stemningu hér forðum. Ég kom heim frá útlöndum og ætlaði að færa nýja kærastanum forláta flösku af Gran Reserva rauðvíni og auðvitað sá ég fyrir mér faðmlög og ástarjátningar eftir að ég hafði verið heilar tvær vikur í burtu frá ástmanni mínum sem áður hafði verið í heilar fjórar vikur í burtu frá mér. Móttökurnar við heimkomuna voru aftur á aðra leið en í hugarheimi mínum þegar ég valdi rauðvínið af mikilli kostgæfni. Þær voru frekar á þessa leið " ó ert þú komin ...uhmm nei veistu ég hef eiginlega bara ekki saknað þín neitt sérlega mikið enda búinn að vera að stússat hitt og þetta bara"

Maður fórnar nú ekki forláta "gran reserva" í svona lúða !!! Svo þar til í kvöld hefur flaskan rykfallið í hillunni. Ég átti eitt af þessum "all by my self" kvöldum því ég er single og barnlaus í kvöld. Það eru kvöldin mín sem ég opna rauðvín, drekk heila flösku og horfi á myndir sem ég get grátið yfir.

 

Yfir myndinni og rauðvíninu fóru að rifjast upp fyrir mér hinar og þessar svipmyndir t.d. þegar ég stóð með pakkann undir hendinni og beið spennt eftir að eyða rómantísku kvöldi með kærastanum sem næstum skellti á mig og var of þreyttur eftir allt stússið sem hafði haldið honum uppteknum meðan ég skrapp í Mallorca frí.

 

Kanski rifjaðist þetta svona snögglega upp af því ég átti langar samræður við vinkonu mína í gsm síma í kvöld meðan hún beið eftir strætó. Við ræddum um svik, beiskju, fyrirgefningu og að gjalda makleg málagjöld til þeirra sem við erum sérlega bitur út í. Elsku stelpan á í strögli við tilfinningalíf sitt og gamla drauga sem enn hafa gaman af að poppa upp í huga hennar og hrella hana. Og hvað gerir hún ... Nema hvað hringir í Möggu buddu Dr. Soul og sparar nokkrar krónur í sálfræðiaðstoð. Ja ...eftir þetta langa gsm símtal á hennar kostnað þá er ég ekki svo viss um að Sáli hefði verið mikið dýrari. Aftur er ég nokkuð viss um að Sáli hefði ekki verið sami sáluhjálparinn og ég !!! Wink

 

Nú er haustið framundan og aldrei að vita hver fær að verma kaldar vetrarnætur eða hvort að í vetur verði það bara ullarteppi með koníaki í stað rauðvíns eða hvort að nýja vinnan gangi fram af mér og ég verð háttuð, sofnuð og steinrotuð áður en klukkan slær miðnætti !!!!  Ég hef að minnsta kosti fulla trú á þessum vetri þar til annað kemur í ljós Kissing


Mánuður ljónanna

Ég rankaði við mér í morgun dáltið þurr í munninum og stirð í mjöðmunum. Úff the morning after er stundum ekki alveg eins heitur og the night before. Sideways

Ég teygði mig í eina glasið á náttborðinu sem í stóð volgur flatur bjór frá næturpartýinu. Bros læddist framundan klístruðu og skrælnuðu vörunum ... What a night before ... Skemmtilegt surprice beið mín þegar ég skrölti heim úr aðalpartýi sumarsins Whistling 

Skreið upp í aftur og mundi þá eftir því að partýið hafði eitthvað haldið áfram eftir að ég og allir hinir gestirnir fóru heim. Alla vegana allir nema einn Cool Það var dáltið misjafnt hvað Tópas skotin lögðust vel í fólk. Nú fóru partýminningarnar að rifjast upp hver á fætur annarri. Ég veinaði af hlátri þegar Vilma sló fram brandaranum um Harry Olsen are you gay ? Næsti brandari var þegar Hrund lá í hrúgu á gólfinu með sófan hálfan ofan á sér og vinirnir góndu skellihlæjandi á en datt engan veginn í hug að koma henni til bjargar. Þar til líffræðingurinn stökk fram enda var hann nú ekki lengi að taka við sér þegar hann sá konu í neyð að koma henni til bjargar. Við Vilma erum partý drottningar amk að okkar eigin mati. Það voru til brandara um alla. En sumir stóðu meira upp úr en aðrir og í tvo tíma gátum við hlegið aftur og aftur og aftur af öllu þessu fólki sem skemmti okkur svo konunglega. Það var alla vegana alveg á hreinu að Krútti sem m.a. fékk fyllibyttuverðlaun kvöldsins þarf að vera staðalbúnaður í ljónasamkvæmunum InLove Án hans hefði partýið engann veginn orðið jafn frábært !!!!!

Partýkvöldið hjá mér endaði svo í smá kelerí og knúsi með hávöxnum, hárprúðum karlmanni með tælandi blá augu Wink Það eru sumir kossar sem maður bara hreinlega getur ekki sagt nei við Blush. Sæl og sælleg sofnaði ég svo dreymin og sveif inn í nóttina þar sem kvöldið var rétt að byrja í draumalandi. Á mánudaginn ætla ég svo að fremja nornagaldurinn minn í tilefni dagsins og þá mega nú örlögin fara að vara sig W00t

Elsku litlu ljónastelpur og leggjalangi ljónastrákur til hamingju með daginn og takk fyrir skemmtilegt partý sem haldið var ykkur til heiðurs Heart

Þynkudagurinn er nú brátt á enda. Ég hreiðraði um mig á gærustólnum og lét enn einn afmælisdrauminn rætast !!! Snjóka lumaði á mynd sem ég hef leitað af út og suður. Footloose glumdi áðan í sjónvarpinu. Vilma og unglingurinn komu og tóku þátt í bíó kvöldinu. Við Vilma jóðluðum að sjálfsögðu yfir því hvað Kevin Bacon er gadd damm hot í myndinni InLove Meðan unglingurinn hristi hausinn og fannst við hljóma alveg fáráðanlegar ... Come on Kevin Bacon Whistling Síðan tók nú ekki betra við fyrir unglinginn þegar við rifjuðum upp axlapúðatískuna ... Þá vorum við nú flottar píur Sleeping


Martraðir

 

Síðustu nætur hef ég vaknað dauðuppgefinn eftir næturdraumana sem hafa verið allt annað en "pleasant" Sick

Það hafa sótt að mér hinar mest þreytandi og leiðinlegu martraðir sem hafa sogið úr mér lifskraftinn upp á síðkastið. Ég reyndi meira að segja að flýja í sveitasæluna þar sem ég þóttist viss um að kyrrðin og værðin hlytu að kveikja í nýrri draumaseríu sem ekki væri að kvelja mig alla nóttina.

Ég hef verið að spá í afhverju skyndilega mig fer að dreyma þessa hræðulegu drauma sem ég svo get ekki einu sinni munað þegar ég vakna nema bara að ég vakna sveitt og illa upplögð með ónot í brjósti og finnst ég alveg knúin til að vera pirruð út í allt og alla. Hvað er í gangi !!!! Mig sem sjaldan dreymir nokkuð og ef mig dreymir eitthvað þá er það oftast eitthvað mjög skemmtilegt og stundum reyni ég að rifja upp draumana með dagdraumum í von um framhald "the next night in bed".

Mig rámar eitthvað í að draumspekingur nokkur hafi sagt að draumar væru bergmál sálarinnar. Á nóttunni læðist fram ómeðvitaðar hugsanir sem hugurinn leikur sér að að spinna sögur úr. Martraðir hljóta því að vera nátengdar slæmri samvisku sem ekki fær útrás eða áheyrn meðan sálin vakir en á nóttunni brýst fram af krafti samviskubitið yfir öllum leyndarmálum sálarinnar. Við eigum öll fullt af leyndarmálum J Þau eru leyndarmál af því að við burðumst með þau og getum engum sagt frá og því best geymd í þögninni.

Yfir hvaða leyndarmáli bý ég sem þjakar sál mína svona þessa dagana. Ja ... Það get ég ekki sagt ykkur J Aftur tel ég mig burðast með risastórt samviskubit sem hefur verið að kvelja mig á næturnar. Það er nefninlega þannig með mig og eflaust einhverja fleiri að freistingar eru versti óvinur minn. Ég á alveg hreint ofboðslega erfitt með að snúa við þeim baki. Ég dregst að þeim eins og segull, knúin áfram af afli sem ég hef enga stjórn á. Samviska mín reynir að fá mig til að hlusta á skynsemisröddina sem vill forða mér frá að gera eitthvað sem ég síðan fæ alveg hrikalegt samviskubit yfir. Synsemisrödd mín hvíslar bara veikum rómi meðan að rödd freistingarinnar er miklu meira seðjandi og lokkandi.

Hún dregur mig á tálar án þess að ég fái spornað við því. Undecided

Á meðan ég berst við drauga samviskunnar reyni ég bara að dreifa huganum með partýplönum. Mig vantar fyrir næsta föstudag tvo huggulega og skemmtilega stráka Grin Tvo hávaxna og þrekvaxna eða hávaxna og stælta, annar má vera rólegur en hinn þarf að vera töffari Grin Að lokum vantar þrjá krúttlega og sharmerandi og þeir mega vera í hvernig stærðum og gerðum sem er ... Ef þeir eru bara nógu krúttlegir Grin

Það mundi nú gleðja okkur stelpurnar ef það kæmu fjörugir strákar til að lífga upp á partýið okkar. Þegar gestalistinn var tilbúin áttuðum við okkur á að í piparjúnkustóðinu eru ekki nema tveir efnilegir giftir menn og í það mesta einn eða tveir ógiftir piparsveinar. Nú þar sem ég var að vona að Vilma vinkona fengi nú einn sætan afmæliskoss í tilefni þess að þetta er mánuður ljónanna þá var hálf ómögulegt að hugsa til þess að það vantaði að balancera kynjahlutfallið. Shocking Hver á ekki skilið að fá smá  InLove á afmælisdaginn sinn !!!!!!!!

 


Fullkominn 17.Júní

 

Byrjaði með því að við rétt misstum af sígildri skrúðgöngu. Það er ekki alltaf hægt að vera á tveim stöðum í einu og þrátt fyrir að þjóðvegurinn væri umferðaléttur tók sinn tíma að ná vestur í bæ og gera sig kláran í Þjóðhátíðardagskránna.

Við vorum þokkalega kát þegar við fundum fínt stæði á Landakotstúni og röltum í átt að skarkalanum. Við komuna á Ingólfstorg tókum við pásu og horfum á nokkrar danssveiflur þar til mjög listrænn danshópur mætti á sviðið sem sýndi nokkuð frumleg dansspor þá góndi sonurinn á mig og sagði "mamma kann fatlað fólk ekki að dansa !!! " Ég reyndi að fara ekki of mikið hjá mér og fór þá leið að útskýra að list væri svo ótrúlega margslungin og kæmi fram í mjög mörgum og ólíkum formum. Einnig væru alls ekki allir á sömu skoðun hvað væri falleg list, skemmtileg list o.s.frv.

Við hurfum frá Ingólsfstorgi og slengdumst í gegnum mannþröngina í leit að einhverju meira krassandi Wizard Þá næst vorum við dregin inn á hið lifandi bókasafn. Þetta fannst syninum hljóma sérlega spennandi þó mamman væri ekki jafn sannfærð - En inn fórum við og þar tók glaðbeittur ungur strákur á móti okkur og sagði að því miður væru ekki margar bækur á lausu en það væri þó ein bók á lausu sem væri afskaplega áhugaverð. "já ok" augu sonarins þöndust út meðan ungi maðurinn lýsti efni sögurþráðarins.

"Bókin fjallar um tvær lesbíur, sérlega áhugaverð í feminískum anda" Ég datt svo út hvort að lesbíurnar áttu unga foreldra eða hvort þær voru ungir foreldrar ... Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist kíkja við eftir nokkur ár þegar ég teldi gagnlegt að sonurinn færi að lesa um lesbískan feminista Blush "Mamma mig langaði að heyra söguna um lesbíurnar" sagði sonurinn svekktur. Jæja svo áfram slengdumst við milli alls kyns týpa af fólki, konum með kerrrur, karlar með hunda, börn með ís og Candyflos. Næst var því stoppað í sölubás til að kaupa klístraðan Candyflos sem gutta fannst nú eitthvað aðeins meira girnilegur ásýndum en á bragðið en hámaði í sig óþverrann þegar hann sá hryllingssvipinn á mömmu sinni. Við okkur blöstu fljótlega nokkur leiktæki Gutti iðaði í skinninu og hélt að nú kæmist hann í feitt. Þangað til við sáum að í tækin þurfti að afhenda miða. Tjald eftir tjald spurðum við um miða í leiktæki en enginn vissi neitt Shocking. Ekki var nú skárri röðin sem beið eftir að komast í þessi spennandi leiktæki svo ég fórnaði höndum og teymdi þann stutta á eftir mér í átt að Hljómskálagarðinum þar sem ég vonaðist eftir að finna ókeypis hoppukastala.

Í hallargarðinum við Fríkirkjuveg fundum við loks eitthvað til dundurs þó það væru ekki hoppukastalar. Eiginlega gleymdum við okkur dáltið þar og gættum ekki að því að Hljómskálagarðurinn pakkaði saman klukkan fimm !!! ÚPS þar fór það Sick

Súr á svip var haldið í átt að bílnum á ný Frown "Mamma ég skil nú ekki hvað er svona merkilegt við þennan 17.júní. Nei elskan ég skil það bara vel" sagði ég og yppti öxlum. Eitthvað hafði prógrammið mislukkast í þetta sinn og vonbrigðasvipurinn á barninu sagði mér að ég bæri totally ábyrgð á því Blush

Ég settist inn á Humarhúsið og ilmurinn sem kom á móti fékk hungursleftauma til að vætla niður með munnvikjum. Elskulegur þjónn vísaði okkur til borðs og gaf okkur matseðil. Til að reyna að bæta fyrir dáltið misheppnaðan dag var mér boðið á deit á Humarhúsinu. Þetta átti bara að vera ofur casúal dinner og um var samið að fá sér humarsúpu af forréttarlistanum sem aðalrétt og svo kanski kaffi og heita súkkulaði köku á eftir. Það hríslaðist um mig notatilfinning þegar rómantísk stemningin smeygði sér inn milli mergs og beins. Ég saup á hvítvíninu og horfði ástaraugum á herrann á móti mér. Mikið óskaplega er hann sætur hugsaði ég og fékk kipp í hjartað. Hann brosti breitt á móti og sendi mér blikk Joyful Ég veifa til stúlkunnar því borðherran hafði ekki mikla biðlund og iðaði í skinninu eftir mat. Hann var ekki hingað komin til að kurra eitthvað small talk með mér ... Á veitingastöðum borðar maður og svo pakkar maður saman og drífur sig heim !!!!

Stúlkan tók pöntun og ég bað með mildum og blíðum rómi um humarsúpuna sem aðalrétt. Stúlkan skrifar niður og segir "villtu þá ekki fá 500 gr humar? " Borðherran var komin á stjá svo ég nikkaði bara og rétt náði að grípa athygli herrans áður en hann hvarf frá borði. "Hvert ætlarðu elskan, geturðu ekki setið rólegur hjá mér smá stund? Bara rétt að bregða mér á snyrtinguna" svo hristi hann létt handartak mitt af sér og hvarf. Ég sat ein í korter og hugsaði með mér hvort hann hefði komist á séns á klósettinu. Síðan heyri ég nokk nokk og lít í átt að glugganum og þar stendur hann fyrir utan og brosir og vinkar mér Whistling Ég veifa honum og gef honum til kynna með nikki að ég siti ein og mér leiðist. Þá birtist hann loks og í sömu mund fáum við súpuna ... Ilmurinn kitlaði bragðlaukana og ég sleikti út um þegar ég dýfði skeiðinni ofan í skálina og leitaði eftir feitum bita af 500 gr. humar !!! "Hvar er humarinn !!! " rumdi í herranum. Ég brosti og hvíslaði vandræðalega ... uhmmmm ... Ég veit það ekki Errm

Súpan sveik ekki með bragðið þó ekki fyndist nema tveir humarbitar eftir vandlega leit. Nú til að gera vel við deitið mitt gaf ég honum báða mína - Hvað gerir maður ekki fyrir þann sem maður elskar af öllu hjarta Heart Ég var fyrri til að klára súpuna mína og stöffaði mig vel að brauði og greip svo þjóninn okkar þegar hún sveif framhjá og bað um að fá að skoða desertlistann.

"Villtu skoða hann núna spurði hún og var eitt stór spuringarmerki í framan. Já takk ég dunda við að kíkja í hann meðan herran klárar úr súpuskálinni sinni. Má kanski bjóða þér meira hvítvín spurði hún þá ... Nei takk en ég ætla að fá einn Cappuchino. Svipurinn á stúlkunni breyttist í enn meiri undur og svo stóð hún smá stund eitthvað vandræðaleg og greinilegt var að þetta voru eitthvað skrítnar aðstæður sem þessir ágætu gestir voru að koma henni í ??? Ég auðvitað góndi á móti og skyldi ekkert afhverju ég þætti eitthvað undarlegur matargestur og reyndi bara að brosa og bera höfuð hátt.

Eftir 5 sekúndna vandræðalega þögn milli okkar sagði hún loks. Á ég færa þér kaffið núna ? Já takk ég panta svo bara desertinn á eftir. Villtu fá það fyrir aðalréttinn ?? uhmmm ... aðalréttinn ??? Ég skyldi ekkert hvað stúlkan var að tala um og brosti bara og sagði pent við tókum súpuna sem aðalrétt. úps !!! "En þú pantaðir 500 gr. humarinn í aðalrétt" sagði hún með eitt stórt spurningarmerki í augunum

 " já jú uhmm auðvitað ... hvernig læt ég ... Æ úps ... ég var bara alveg !!! búin að gleyma því LoL"

"Heyrðu kanski við geymum þá bara kaffið þar til seinna og ég þigg heldur annað hvítvínsglas." Ég sá að stúlkunni létti dáltið þó hún hafi eflaust velt fyrir sér hvort ekki væri allt í lagi með heilasellurnar í kúnnanum. Svo ég átti þá von á vænum humarrétti í aðalrétt. Mér leist aftur ekki á þegar herran losaði beltið og bað um að hafa sig afsakaðan enn á ný því nú væri hann svo saddur að hann þyrfti að létta á sér úti. Guð nei ... ertu vitlaus maður þú ferð ekki út til að pissa fyrir utan veitingastað !!! Ertu klikkuð kona ég þarf bara frískt loft Gasp " Enn á ný sat ég ein við borðið og beið meðan borðherran gerði alls kyns skrítnar tilfæringar fyrir utan gluggan við borðið okkar. Á næsta borði var gæinn hættur að stappa vandræðalega niður fótum og farin að þreifa eftir bakinu á sinni borðdömu. Mér fannst nú samt eins og samræðurnar hefðu byrjað á því að hann væri að fara af landi brott. Jæja það má nú samt ná sér í eitt casúal deit þó maður ætli að stinga af stuttu seinna...Loks kom svo humarinn og ég dró inn ýstruna og byrjaði að raða ofan í mig einum og einum hala í einu. Tókst að koma nokkrum yfir á diskinn hjá herranum sem var búinn í bili að anda að sér nógu frísku lofti. Njóttu þess nú að borða sagði ég ... Það verður ekki humardinner á næstunni svo fyrst ég get troðið út vömbina þá getur þú það líka. Þú þakkar mér á morgun þegar þú vaknar svangur og ekkert kræsilegt til að narta í.

Þar sem þetta var bæði sérlega ljúffengt og mig grunaði að þetta væri allt of dýr máltíð til að hægt væri að leyfa sér að leifa á disknum kláraði ég samviskusamlega allt upp til agna. Ég fann að vömbin þandist meir og meir út svo mér létti mikið þegar síðasti bitinn rann ofan í maga. "Fáðu reikninginn ég bíð fyrir utan" deitið hvarf og ég gramsaði ofan í veski til að finna visakortið. Í staðinn fyrir létta 7 þús króna dinnerinn sem ég hafði lofað að bjóða upp á fékk ég núna reikning upp á 13 þús + enda bara velmegunarfólk sem vippar sér í tvírétta humardinner Kissing

Þegar ég kom út hnippti ég í deitið mitt og sagði - Hvernig væri nú að smella á mig einum kossi þú getur amk ekki kvartað yfir slæmum endi á þjóðhátíðardegi. "Takk mamma þú ert best " og svo ljómuðum við bæði þegar við rúlluðum heim á leið. Bæði alsæl eftir þreytandi dag með fullann maga af humarhölum LoL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband