Síðustu nætur hef ég vaknað dauðuppgefinn eftir næturdraumana sem hafa verið allt annað en "pleasant"
Það hafa sótt að mér hinar mest þreytandi og leiðinlegu martraðir sem hafa sogið úr mér lifskraftinn upp á síðkastið. Ég reyndi meira að segja að flýja í sveitasæluna þar sem ég þóttist viss um að kyrrðin og værðin hlytu að kveikja í nýrri draumaseríu sem ekki væri að kvelja mig alla nóttina.
Ég hef verið að spá í afhverju skyndilega mig fer að dreyma þessa hræðulegu drauma sem ég svo get ekki einu sinni munað þegar ég vakna nema bara að ég vakna sveitt og illa upplögð með ónot í brjósti og finnst ég alveg knúin til að vera pirruð út í allt og alla. Hvað er í gangi !!!! Mig sem sjaldan dreymir nokkuð og ef mig dreymir eitthvað þá er það oftast eitthvað mjög skemmtilegt og stundum reyni ég að rifja upp draumana með dagdraumum í von um framhald "the next night in bed".
Mig rámar eitthvað í að draumspekingur nokkur hafi sagt að draumar væru bergmál sálarinnar. Á nóttunni læðist fram ómeðvitaðar hugsanir sem hugurinn leikur sér að að spinna sögur úr. Martraðir hljóta því að vera nátengdar slæmri samvisku sem ekki fær útrás eða áheyrn meðan sálin vakir en á nóttunni brýst fram af krafti samviskubitið yfir öllum leyndarmálum sálarinnar. Við eigum öll fullt af leyndarmálum J Þau eru leyndarmál af því að við burðumst með þau og getum engum sagt frá og því best geymd í þögninni.
Yfir hvaða leyndarmáli bý ég sem þjakar sál mína svona þessa dagana. Ja ... Það get ég ekki sagt ykkur J Aftur tel ég mig burðast með risastórt samviskubit sem hefur verið að kvelja mig á næturnar. Það er nefninlega þannig með mig og eflaust einhverja fleiri að freistingar eru versti óvinur minn. Ég á alveg hreint ofboðslega erfitt með að snúa við þeim baki. Ég dregst að þeim eins og segull, knúin áfram af afli sem ég hef enga stjórn á. Samviska mín reynir að fá mig til að hlusta á skynsemisröddina sem vill forða mér frá að gera eitthvað sem ég síðan fæ alveg hrikalegt samviskubit yfir. Synsemisrödd mín hvíslar bara veikum rómi meðan að rödd freistingarinnar er miklu meira seðjandi og lokkandi.
Hún dregur mig á tálar án þess að ég fái spornað við því.
Á meðan ég berst við drauga samviskunnar reyni ég bara að dreifa huganum með partýplönum. Mig vantar fyrir næsta föstudag tvo huggulega og skemmtilega stráka Tvo hávaxna og þrekvaxna eða hávaxna og stælta, annar má vera rólegur en hinn þarf að vera töffari Að lokum vantar þrjá krúttlega og sharmerandi og þeir mega vera í hvernig stærðum og gerðum sem er ... Ef þeir eru bara nógu krúttlegir
Það mundi nú gleðja okkur stelpurnar ef það kæmu fjörugir strákar til að lífga upp á partýið okkar. Þegar gestalistinn var tilbúin áttuðum við okkur á að í piparjúnkustóðinu eru ekki nema tveir efnilegir giftir menn og í það mesta einn eða tveir ógiftir piparsveinar. Nú þar sem ég var að vona að Vilma vinkona fengi nú einn sætan afmæliskoss í tilefni þess að þetta er mánuður ljónanna þá var hálf ómögulegt að hugsa til þess að það vantaði að balancera kynjahlutfallið. Hver á ekki skilið að fá smá á afmælisdaginn sinn !!!!!!!!
Tenglar
Lífsstíll
svo mikið ég :)
- Giorgio Armani Nothing to add - In love
- Pedro Garcia Ný uppgötvaðir !!!
- Norskir Skógarkettir tengill á fleiri ræktendur
- Shareza music downloads
- Kasamba Þegar þú kemur að krossgötum
- Victoria´s Secret Ipex body !!! ÆÐI !!!!
- Skógarkattarklúbbur Íslands Flottastir !!!
- BergdorfGoodman Dolce&Gabbana, Manolo Blahnik, Armani, Dior, Miu Miu - The best of best
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Fólk
Single friends
Ég á nokkra ágæta vini sem eru enn á lausu.
-
Vilma og skvísurnar
vilmakristin@hotmail.com -
Karen vinkona
friend25252@hotmail.com
Vinir blogga
-
Guðbjörg kisukona
gudbjorghermanns@hotmail.com
Fullt af myndum í myndaalbúmi
Flottar neglur fyrir flottar konur -
Vinir blogga
mjög skemmtilegt myndaalbúm úr ferðinni
Heimsreisa -
Vinir blogga
hringir@hotmail.com
Ingi töffari -
Vinir blogga
vilmakristin@hotmail.com
Sannleikurinn Allur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, sætt af þér að hugsa til mín... vonandi færð nú líka eins og einn afmæliskoss! Reyndar held ég nú ekki að líkurnar séu með okkur... en hver veit?
Vilma (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.