Have your-self a marry little Christmas

 

Með tárin í augunum og sting í brjósti horfði ég á Jude Law játa ást sína. "Ég er yfir mig ástfanginn af þér" ... Fékk mér sopa úr rauðvínsglasinu til að kyngja tárunum. Mig langaði svo mikið að stökkva inn í flatskjáinn og henda mér um hálsinn á honum og segja "ég er totally in love too".  Blush

"Have your-self a marry little Christmas" ... söngurinn dró fram allar áramótaóskir mínar um breytt viðhorf, breyttan lífsstíl, ný ævintýri, nýja elskhuga, jafnvel heimsálfu ferðalög. FootinMouth

 

Í kvöld opnaði ég flösku sem ég hef verið að geyma og spara. Ein af þessum rauðvínsflöskum sem átti að skapa rómantíska stemningu hér forðum. Ég kom heim frá útlöndum og ætlaði að færa nýja kærastanum forláta flösku af Gran Reserva rauðvíni og auðvitað sá ég fyrir mér faðmlög og ástarjátningar eftir að ég hafði verið heilar tvær vikur í burtu frá ástmanni mínum sem áður hafði verið í heilar fjórar vikur í burtu frá mér. Móttökurnar við heimkomuna voru aftur á aðra leið en í hugarheimi mínum þegar ég valdi rauðvínið af mikilli kostgæfni. Þær voru frekar á þessa leið " ó ert þú komin ...uhmm nei veistu ég hef eiginlega bara ekki saknað þín neitt sérlega mikið enda búinn að vera að stússat hitt og þetta bara"

Maður fórnar nú ekki forláta "gran reserva" í svona lúða !!! Svo þar til í kvöld hefur flaskan rykfallið í hillunni. Ég átti eitt af þessum "all by my self" kvöldum því ég er single og barnlaus í kvöld. Það eru kvöldin mín sem ég opna rauðvín, drekk heila flösku og horfi á myndir sem ég get grátið yfir.

 

Yfir myndinni og rauðvíninu fóru að rifjast upp fyrir mér hinar og þessar svipmyndir t.d. þegar ég stóð með pakkann undir hendinni og beið spennt eftir að eyða rómantísku kvöldi með kærastanum sem næstum skellti á mig og var of þreyttur eftir allt stússið sem hafði haldið honum uppteknum meðan ég skrapp í Mallorca frí.

 

Kanski rifjaðist þetta svona snögglega upp af því ég átti langar samræður við vinkonu mína í gsm síma í kvöld meðan hún beið eftir strætó. Við ræddum um svik, beiskju, fyrirgefningu og að gjalda makleg málagjöld til þeirra sem við erum sérlega bitur út í. Elsku stelpan á í strögli við tilfinningalíf sitt og gamla drauga sem enn hafa gaman af að poppa upp í huga hennar og hrella hana. Og hvað gerir hún ... Nema hvað hringir í Möggu buddu Dr. Soul og sparar nokkrar krónur í sálfræðiaðstoð. Ja ...eftir þetta langa gsm símtal á hennar kostnað þá er ég ekki svo viss um að Sáli hefði verið mikið dýrari. Aftur er ég nokkuð viss um að Sáli hefði ekki verið sami sáluhjálparinn og ég !!! Wink

 

Nú er haustið framundan og aldrei að vita hver fær að verma kaldar vetrarnætur eða hvort að í vetur verði það bara ullarteppi með koníaki í stað rauðvíns eða hvort að nýja vinnan gangi fram af mér og ég verð háttuð, sofnuð og steinrotuð áður en klukkan slær miðnætti !!!!  Ég hef að minnsta kosti fulla trú á þessum vetri þar til annað kemur í ljós Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband