Gúrkutíð

Það má segja að sumarið hafi einkennst af gúrkutíð. Kanski þess vegna sem ég valdi mér að hafa tómmata til að presentera forsíðuna.

Hvað er ég að hangsa hér um hánótt á netinu að tala við sjálfa mig? Það er Rockstar Supernova kvöld og ég bara get ekki beðið eftir að sjá endursýninguna á morgun. Nokkrar CordyMax á dag í viku og tvöfaldur koffínskammtur milli 5 og 7 þá er ekkert mál að vaka og krossa fingur að the Iceman haldi áfram í efstu þrjú sætin.

Hvort á ég nú að rekja sumarið eða vinda mér beint í daginn í dag...? Óákveðinn Til að fara hratt yfir sögu þá byrjaði sumarið á því að mér var dömpað af þessum svaka hunk sem ég hafði kynnst og taldi mig vera að sharmera upp úr skónum. Þið getið ímyndað ykkur hvað kom næst ...Gráta Nú ekki það að ég hafi ætlað að drekkja mér í vonleysi og ástardramatík hvað þá yfir einhverjum kauða sem þætti ég hvorki sæt né skemmtileg og sá mig ekki fyrir sem dís sinna drauma en stundum þarf ég að kljást við einhverjar psycho raddir sem rugla mig í rýminu því þær koma sér ekki saman um hvernig ástandi tilfinningar mínar eru í. Þegar komið er fram í ágúst er ég að mestu hætt að velta mér upp úr því að sumarrómantíkin hafi snúið við mér baki en í staðinn fæ ég inn um póstlúguna nokkrar vel valdar kveðjur til að gera mér miður glaðann dag. Ein kom frá hinu ágæta löggæslu embætti og hin, löngu gjaldfallin skuld og komin í innheimtu. Slíkar kveðjur laða fram kuldahroll.

Best að snúa sér þá að nútíðinni. Dagurinn í dag ...to be continued


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband