Mætt á staðinn á ný :)

Jæja þá er ég mætt á ný. Reyndar var ég búin að skrifa 5 tilfinningaþrungnar blaðsíður í dagbókina mína...Smelli á vista og skoða ...hleyp niður að horfa á uppáhaldssápuna mína og þegar ég kem aftur horfi ég á frosinn skjáinn og öll mín tilfinningaþrungnumálefni týnd og ekkert nýtt blogg fyrir aðdáendur mína Woundering

Ætla að reyna að gera tilraun tvö meðan ég hlusta á nýjustu mp3 downlodin mín. Hvað get ég nú deilt með ykkur úr daglegu lífi drottningarinnar?

Ekki alls fyrir löngu þrammaði ég í bæinn á nýju Prada skónum geislandi af hamingju á stefnumót við bestu vini mína þessa dagana. Kynjakettir voru samankomnir til að skemmta sér og sínum og auðvitað fór ekki á milli mála að sjálf spjalldrottningin var mætt til að halda uppi stemningu með alræmdu skopskyni sínu.  Kvöldið endaði inn á Thorvaldsen þar sem stelpurnar tóku nokkur smart spor á gólfinu og Pradaskórnir voru langt í frá orðnir þreytulegir þegar blásið var í herlúðra og brottfaratími á þá sem vildu ná ókeypis fari heim. Þar fór í verra fyrir strákana á staðnum því þarna hurfu þrjár sætar single heim með tómt fangið.

Eitthvað þarf maður nú að hafa ofan af fyrir sér með meðan beðið var eftir sljálfboðaliðsbílstjóranum ... Súlurnar á Borginni komu að góðum notum sem dansherrar og sveiflaðist drottningin á milli súlna í nýju Pradaskónum og hélt á sér hita meðan skvísurnar hinar hvöttu hana til dáða með lófaklappi og lofsöng. Ekki spurning að bærinn var kvaddur með stæl ! - En þegar heim var komið skreið upp í rúm lafmóð og másandi ungfrú með áreynsluasthmaeinkenni sem ætlaðu aldrei að líða hjá enda ekkert púst í náttborðskúffunni ... Sá bleiki enn off duty og titrar ekki neitt Devil  Svo hver þarf að pústa sig þegar ekkert fjör er í hjónasænginni... Það verður því enginn súludans af minni hálfu á næstunni W00t

Nú eru prófin næst á dagskrá með tilheyrandi skapillsku og geðvonskuköstum. Þeir sem neyðast til að vera í kringum mig þessa dagana eiga alla mína samúð en vona að nánustu vinir og vandamenn reyni að umbera mig eftir bestu getu og öll vorkunsemi er MJÖG VEL þegin því mér finnst ég eiga alveg hrikalega bágt.

London var æði - LOVE IT - Ætla að finna sætan ógiftan Breta ... Eitthvað við Bretann sem hefur heillað lengi Cool Mér finnast breskir karlmenn geðveikt sexy þegar þeir tala ... kikna undan þessum accent. Íbúðin í London er æði !!! Love it too !!! Auðvitað var mikið um wining og dining á 5 stjörnum, eins og alltaf hjá mínu fríða föruneyti sem fylgdi með í ferðapakkanum. Hótel Youmans er með frábæra staðsetningu (enn ekki alveg með á hreinu hvernig á að skrifa Jómans Smile ) Oh my GOSH !!! Nema hvað er ekki ein af mínum uppáhalds búðum á næsta götuhorni. Fyrir utan að vera mikil Prada kona þá er ég gagntekin af Armani ...Skutlan ég varð að fara inn. Var varla komin inn þegar brosandi afgreiðslustúlka tók mig upp á sína arma ... sá greinilega "spender look" á  mér því slefið rann úr báðum munnvikjum. Áður en ég vissi af stóð ég glaðbeitt fyrir framan afgreiðsluborðið með gullkortið útrétt og slaufuskreyttan Armani innkaupapoka í hinni. Kvaddi svo og brosti colgate "see you soon" Heart - Við vorum báðar in love - Ég yfir kaupunum og brosmilda stúlkan yfir bónusnum LoL

Næst á dagskrá var að fara með soninn í menningarferð og var helsta ósk hans að fara í R.L Polo sem er heitasta tískumerkið hans í dag. Mamman fékk smá sting enda beið einn Prada poki í skápnum með innpökkuðum gelluskóm og slaufuprýddi Armani pokin sem var svona I love you present fyrir sjálfa mig því ég á engann karl svo ég get sparað múltí money í jólagjöf handa kærasta, viðhaldi eða eiginmanni.

Jæja þá það, við í Polo enda var múttan í ljómandi skapi eftir allt hvítvínið sem fylgdi lunchinum. Í Polo hittum við á svo sætan strák sem vildi allt fyrir okkur gera. Á meðan ég valdi með elskulega sölumanninum viðeigandi prinsaföt þá sat sá stutti og lét ekki bæra á sér enda niðursokkin í myndlist - Barnið mitt litaði sitt besta listaverk til þessa ... og fékk greinilega mikla menningarandgift á staðnum. Síðan trítluðum við bæði rjóð í vöngum heim á leið með stútfullann Polo poka - Heim í rauðvínsglasið til að ná að hvíla sig og slaka á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, heldur betur.... Loksins mætt eftir 2 mánuði.  Jæja.... Og þú verður að vera duglegri núna.

Karen (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 02:32

2 Smámynd: Margret Garðars

Maður verður nú að sinna öðrum áhugamálum en blogginu  Aftur þegar ég mæti á staðinn mæti ég með STÆL !!!

Margret Garðars, 25.11.2006 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband