Ekkert títt :)

Jæja það er farið að halla að degi. Mér var kurteisislega bent á um daginn að ég hefði verið full löt að skrifa undanfarna daga. Þannig er að ég bara hef ekki haft frá neinu að skrifa í dagbókina mína.

 Ég var byrjuð að skrifa um uppreisn æru minnar og ætlaði að tileinka nokkrum útvöldum karlmönnum sem átt hafa leið um líf mitt þær blaðsíður. Ég var sest niður og út flæddi hitt og þetta sem ég aldrei náði að fá útrás fyrir. En svo að lokum fannst mér það ekki birtingarhæft og ætla að gera smá ritskoðun á því sem lá á hjarta. Glottandi

 Nú af mér er lítið að frétta síðustu daga. Ég rambaði inn í Karen Millen um daginn og fékk algjört kjólatremma. Ég kolféll fyrir kjól sem ég er viss um að gæti breytt mér í Paris Hilton, classy lady. Nema nú standa yfir viðhaldsaðgerðir á heimilinu svo ég veit eiginlega ekki hvernig ég gæti fjármagnað kjólakaup eins og er.Óákveðinn Nú svo er það líka annað, ég á nú þegar nokkra kjóla sem ég hef notað að meðaltali þrisvar síðustu fimm árin. Suma þeirra hef ég næstum ekkert notað enda bara fyrir galahlutverk eða prinsessupartý. Engu að síður hefur kjóllinn úr Karen Millen ásótt drauma mína og alveg sama hvað ég reyni að gleyma honum...Ég get ekki hætt að hugsa um hannÖskrandi

Þegar ég gekk svo framhjá Karen Millen í dag togaði aðdráttaraflið mig inn og ég hugsaði með mér að það sakaði varla að máta. Kanski myndi ég ekkert breytast í Paris Hilton og þá myndi mig hvort eð er ekkert langa til að kaupa kjólinn. Þið vitið stundum hangir eitthvað æðislegt á slá en svo hverfur ljóminn af því þegar maður mátar. Svo þannig átti þetta að fara hjá mér ... Máta og hugsa æ nei ... ekkert spes.

Þegar ég geng inn er það fyrsta sem ég rek augun í, bláir satinkór!!!!!! ...æ nei...hver skrambinn ... ég var ekki komin til að falla í skótremma. Ég strauk þeim og dáðist að þeim ... og ekki bara flottir skór ...heldur ljósbláir í stíl við kjólinn- Vá !!!  Ég sá mig eins og skvísurnar á rauðadreglinum gala gellann í Karen Millen með veski og skó í stíl. Já sko með svona skó þýðir ekki annað en að eiga veski í stíl. Ullandi

Ég fékk mig loks til að slíta mig frá skónum en auðvitað var ég ekki búin að gleyma þeim neitt frekar en kjólnum sem ég var komin til að kíkja á. Ég dreif mig loks í kjólinn og skóna ... og Koss LOVE.

Kanski ekki alveg Paris Hilton en svona wanna be any way - Þannig að á endanum fannst mér ég bara eiga það skilið að smella mér á dressið !!! Ef ég get ekki verið pæja fyrir sjálfan mig - Fyrir hvern þá ???

Síðan tók ég til fótanna með innkaupapokann í annari og samviskubitið í hinni Svalur

 En það er eitt sem pirrar mig alveg svakalega þegar ég máta kjóla. Þeir eru allir hannaðir á mjaðmalausar konur, mittisgrannar og brjóstastórar. Samt vegna þess hve kjólarnir eru flegnir og lágt skornir geta konur með stór brjóst (C-D (DD) ekki notað þá nema með brjósthaldara. Það sama á við brjóstalausu konurnar eins og mig. Ég þyrfti kjól sem væri 36 ofan mittis og 38 neðan mittis. Þá vegna þess hve mjaðmabreið ég er þá rétt tekst mér að smokra 38 yfir mjaðmirnar en alltaf skal kjólinn pokast yfir brjóstin og gera flatt enn flatara. Reyni ég númeri stærra sem væri 40 þá getið þið rétt ímyndað ykkur að þó hann komist ögn auðveldar yfir mjaðmirnar þá bógstaflega hangir hann hólk viður yfir brjóstin. Flestir kjólar eru síðan hannaðir þannig að ekki er auðvelt að nota brjósthaldara innan undir því annað hvort er hann flegin niður á bak (ekki smart að sjá í miðjuteygjuna) eða þá að hann er svo flegin að framan að hann nær ekki að hylja brjósthaldarann. Í hvert skipti sem ég bregð mér í kjóla þá fæ ég svona nettan fýling að mig langi í brjóstastækkun. Mikið væri ég hot og cool ef ég væri með réttu brjóstastærðina fyrir dressið og með silikon til að fylla upp í pokana þá þryfti ég ekki einu sinni brjósthaldara og þar með væri fitting vandamálið úr sögunni. Er þetta bara ég ... Eða verða fleiri stelpur varar við þetta. Getur pirrað mig all þokkalega því dags daglega er ég ekkert sérlega óánægð með lookið og vaxtalagið. Mér finnst bara fínt að vera venjuleg sæt stelpa með hefðbundinn kvenvöxt. Smá mjaðmir, rass til að klípa í Skömmustulegur og nógu flatbrjósta til að þau séu fyrirferðalítil og það er nokkuð víst að á djamminu verð ég að töfra karlpeninginn með gáfunum en ekki barminum.Hlæjandi En eftir búðarferðir og þá sérstaklega þegar ég er að máta kjóla þá bregst það ekki að mér finnst vaxtarlagið ekki í réttum hlutföllum. Einhver tískuhönnuður er búin að krækja í athygli mína með fallegri flík sem gefur til kynna að ég sé chic og hot ef ég passa í dressið. Í staðinn kemst ég svo að raun um að ég passa ekkert í dressið því það er sumstaðar of þröngt og annars staðar of vítt. Þegar ég rölti svo mína leið kemst ég ekki hjá því að spá hvort sé lausnin að fara í megrun eða fá sér fyllingu í brjóstin. Þögull sem gröfin En ég held að nú sé fundin ástæða fyrir því að mér finnst svo gaman að kaupa skó !!! Þeir passa alltaf ... Ég er alltaf chic og hot í flottum skóm Ullandi sama hvernig vaxtalagið er !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, smá ábending - pottþétt leið til að sleppa fram hjá því að þurfa að kaupa svona pæjukjóla og ljósbláa satin kjóla í stíl er að SLEPPA því að fara inní svona búðir :) Bara labba framhjá! En ég er viss um að þú er samt flottust þegar þú ert komin í dressið - og bara Paris Hilton WHO?

Vilma (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband