Supernova Kvöldið !!!

Það er auðvitað aðfaranótt miðvikudags og í götunni minni er ég sú eina sem er enn með ljós og kveikt á tölvunni. Fullyrði þó ekki að einhverjir sitji upp í rúmi með lappann og standi með sínum manni - Magna (ofcourse) !!

Á meðan maður reynir að dæla inn atkvæðum og koma Storm burt næst þá er fínt að grípa í dagbókina. Ekki beint margt sem á mína daga hefur drifið undanfarið. Svo hvað get ég þá skrifað um Óákveðinn

Supernova og Beverly Hills 90201 Ullandi hehe hehe !!!

Mér fannst Supernova ekki eins skemmtilegur og oft áður. Ég held rokkararnir, the threesome, hafi dáltið miðað umsagnir sínar við það að Magni færi næstur. Dilana, Toby, Storm og Lukas yrðu eftir - Nema þeir sendi tvo heim ??? spennó Hlæjandi Í kvöld viðurkenni ég að Toby og Storm hafi dáltið troðið hinum um tær. Magni var of keimlíkur í sínum lögum ... Mér fannst hann heldur ekki með grípandi Supernova frumsamið soundtrack. Held að umsögn Gilby hafi ekki hjálpað honum til að toppa Storm.

Fram til þessa spáði ég því að Lukas og Dilana færu í topp 2. Mér finnst aftur Dilana heldur hafa dottið niður, kanski af því hún er of upptekin af því að reyna að bæta ímynd sína á ný. Persónulega hefði hún skorað meira hjá mér ef hún hefði bara gefið skít í allt vesenið og verið meira cool á því. Lukas hefur alveg lookið fyrir sveitina og röddinn passar ekkert illa við lögin sem so far hafa verið spiluð með sveitinni, mér finnst hann samt dáltið baby face fyrir karlana. Lukas hefur samt ekki verið sá sem skorar hæst hjá mér. Sennilega er ég bara ekki nógu mikill rokkari til að grípa hann. Hann hefur ímyndina og lookið en það vantar eitthvað og þegar hann engist um sviðið á ég alltaf von á að hann detti um sjálfann sig. Hann hefur samt átt góða spretti af og til.

Svo hver verður eftir þennan þátt í top triple? 

Toby finnst mér krúttlegur og nær salnum algjörlega með sér og ég held hann komist áfram á því. Dilana (hefur mikinn karakter á sviði og viss um að hún sé mikil listakona), Storm (ef hún heldur sömu stefnu og í kvöld, þó mér hafi fundist hún dáltið svipuð sér fram til þessa) aftur hefur hún sterkan karakter og ég er viss um að hún geti náð samningum út úr þættinum en hvort hún sé front söngvari SN ??? Mér hefur ekki fundist það !! Magni átt mjög jafnan feril í þáttunum en núna í gær hefði hann þurft að gefa his heart and soul ... Það vantaði eitthvað upp á hjá honum til að negla sér næstu kosningu ... Að ég held ...

Þess vegna held ég að valið muni standa milli Storm og Magna í elimination!! Gráta Ég held að Toby sé sterkari en Storm og Magni og þess vegna haldi hann áfram ásamt Dilönu og Lukas í triple three.

Gæti vel séð Toby og Magna hita upp með housebandinu fyrir Vegas. En sé hvorugan sem andlit Super Nova.  Magni hefur of yfirvegaða ímynd fyrir þetta teymi sem ætlar að rokka saman í Supernova en ef hann hefði verið sterkari í textasmíðunum þá held ég hann hefði getað lent í top triple !!! (well talandi um textasmíðar ... SN lögin eru nú ekki alveg að rökka).

Mér finnst samt frábært hjá Magna að komast þetta langt og hann þarf ekkert að skammast sín með þessu úrslitateymi.

Hvað Beverly Hills aftur varðar ...Þá gæti ég eflaust skrifað heila ritgerð um staðalímyndir ástarinnar. Svalur ... og aldrei að vita nema það sé einmitt mitt næsta topic Gráðugur

Framhald - Úrslitakvöld

Vá !!! Niðurstaða kvöldsins kom mér algjörlega á óvart Koss Magni má þakka því hvað við erum sérlega ákveðin þjóð og lítum stórt á okkur. Eitthvað hlýtur hann nú líka að hafa halað inn utan ÍS. Jæja svo nú er ekki langt eftir og enn get ég ekki neglt niður hver fer heim með SN titilinn (best of best). Ég held að Toby sé sterkur en ætla samt að standa við fyrri spá Lukas vs. Dilana!!

Mér fannst hann gera sitt besta með frekar leiðinlegt lag í kvöld - Sorry guys en mér finnst bara vanta eitthvað truck í Super N smellina. Mér fannst samspilið dautt minnti dáltið á þegar Gil reyndi samspil með Gilby ... Hún kveikti ekki í honum og það var eins og Magni næði ekki að kveikja á neistanum ...Helst smá samspil milli hans og Jason. Ég er samt ekki mikið rokk gúru svo það er kanski ekkert að marka hvað mér finnst. Kanski var þetta magnaður Magni í kvöld þó ég hafi ekki skynjað það ... Live og TV er líka ekki það sama.

Lukas engdist að venju og mér fannst eitthvað pínu broslegt við sönginn og lagið ... Náði ekki alveg dramatíkinni eins og þeir virtust gera sem hlustuðu á hann Live. Storm var ágæt en ég stend enn við það að hún er ekki mín týpa sem rokkari. Dilana ..Eins og skotið var að Andreu á skjánum í gær ... Það er Janis Joplin stíllinn sem gerir hana sérstaka listakonu. Mér finnst hún mjög góð en hún hefur ekki mikið raddsvið ... þarf kanskiekki endilega  í rokkbandi ?? Toby hefur skemmtilegan stíl og viss um að þetta sé hress strákur ... væri alveg til í að skvetta úr klaufunum með honum í rokk partý !!!!! Mín atkvæði fyrir lokaþáttinn væru fyrir Toby og Dilönu, mér fannst hún hafa einna mesta neistann með bandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband