You say it best-When you say nothing at all

Mig minnir endilega að ég hafi ætlað að segja ykkur sögur af Dívu djammi síðast þegar ég henti inn bloggi. Það varð aldrei neitt úr þeirri sjóferð og í staðinn tók við annartími í að bæta upp fyrir syndir vetrarins með löngum lesnóttum, erfiðum morgnum, lítilli drykkju og engu villtu djammi með karlmönnum.

Nú loks kom þó að því að Dívan dró fram krullupinnana, setti á sig "extra hot lips" því djammdagbókin var bókuð frá miðvikudegi til laugardags. Nú á sunnudagskvöldi er ég búin að fara og fá mér þynnkumat og sit og sötra Tuborg Gull fyrir háttinn.

Miðvikudagskvöldið var afmæliskvöld. Við mættum galvaskar til Ásdísar. Sem betur fer hafði Ásdís varað fólkið sitt við hverju væri við að búast af vínkonunum miklu og létu allir sig hverfa þegar þegar vínkonurnar fóru að sækja í sig veðrið og farið að sjá á víninu. Í þetta skiptið var það nú ekki Britney sem átti gólfið í stofunni heldur einhverskonar dans sem skyldi eftir sig tvo risa bláa og kringlótta bletti á sitthvoru hné. Dansinn var tileinkaður Aliljósa sem aðeins hefur heyrt sögum fleygt af því að Dívan taki sig stundum til og hristi fram frumleg dansspor til að skemmta liðinu með. Ég veit ekki hvort Aliljósi kunni að meta dansinn en hann dró frúnna a.m.k. heim þegar við hinar ákváðum að strolla upp á Players þar sem við ætluðum að hitta A LOT of hot looking singles.

Þegar við mættum á Players kom í ljós að þetta var allt gert í því yfirskyni að hitta"krúttið úr vinnunni" en þessa dagana blómstrar vorið hjá Vilmu og krúttinu í vinnunni Tounge ... Aftur eins og gengur og gerist reikaði krúttið um í miðborg Reykjavíkur og þá varð Vilma að finna nýtt viðfangsefni til að gleyma því að krúttið væri No Show.

Þá kemur sér vel að eiga vinkonu sem á það til að daðra, stundum aðeins of mikið, á djamminu. Þá sá hún sér líka leik á borði að nýta sér vanmátt karlmanna þegar ofurskutlan er í essinu sínu og tilbúin að fanga athygli allra þeirra karla sem reika um einmanna í kvennaleit. Hún setti í gang veðmál hver skyldi vera fyrstur til að ná lauslátu vinkonunni sem sveif úr einu fangi í annað. Í lok kvölds höfðu að sjálfsögðu karlmennirnir tapað því lausláta vinkonan endaði heima ein síns liðs og piltarnir urðu að leita á biðilsbuxunum á önnur mið. Shocking Aftur ljómaði sú eina sem græddi á veðmálinu því seðlarnir brökuðu skemmtilega í buddunni.

Á föstudag dreif ég mig í leikhús með borgfirskri skutlu og sáum við Pabbann. Hláturinn dundi yfir salinn í Iðnó og maður sá útundan sér að bæði konur og karlar áttu ýmislegt sameiginlegt með bröndurunum. Fórum á Tapas barinn og ég mæli með saltfisknum. Þar sem borgfirska frúin átti langan akstur fyrir höndum og ég þurfti að taka mig vel út í galaboðinu sem ég var að fara í á laugardagskvöldið var ákveðið að "tug in" snemma.

Síðan rann laugardagskvöldið upp og mín mætti í sínu fínasta pússi enda ekki á hverjum degi sem ég fer í svona gala veislu. Fínu Karen Millen skórnir mínir voru alveg sérlega óþægilegir enda fæturnir dálítið aumir eftir allt tjúttið á föstudeginum. Ég fékk alveg ljómandi fína plaseringu og borðherrann minn heillaði mig alveg upp úr skónum. Verkirnir í fótunum hurfu meira að segja allt borðhaldið og það var malað og japlað á ljúfum veitingum undir fögrum söng Garðars junior Kortes.

Þrátt fyrir að þarna væru samankomnar margar af helstu megaskutlunum in town hafði það enginn áhrif á sjálfstraustið og ég sveif um í flegna kjólnum mínum og svörtu-silfruðu háuhælunum þar til sharmörinn við borðið hvarf út í mannfjöldann eftir mat og ég missti sjónar af honum. Meðan ég stóð og reyndi að halda uppi gáfulegum samræðum við hina og þessa gesti byrjaði kaldur sviti að spretta fram, sársaukinn magnaðist og ég fann hvernig ég hafði æ minna og minna vald á að halda höfði. Ég hökti inn á bað þar sem ég henti af mér skónum og sem betur fer fann ég að kaldi svitinn var á undanhaldi. Ég hökti út í sal á ný og hver annar en sá sæti og sharmerandi stóð beint andspænis mér.  Aftur fann ég hvernig ég dróst að honum og reyndi að hemja mig í að vera ekki of daðursleg enda þurfti ég á honum að halda til að gleyma sársaukanum í bólgnum fótunum og vildi því ekki að mundi flýja vegna ágengni minnar Tounge.

Það er ekki oft sem ég hef kiknað í hnjánum yfir karlmönnum en þegar sharmatröllið strauk höndinni við bakið á mér þutu fram all kinds og dirty thoughts Sideways Það var eitthvað í útgeisluninni sem ég algjörlega steinlá fyrir þetta kvöld.

Kissing Hér er draumaprinsinn fundinn fyrir næsta líf !! Fyrir þetta líf ... Þá komst ég að því að það er einmitt þessi útgeislun sem ég er að leita eftir í fari karlmanns. Það er þessi útgeislun sem sá karlmaður sem ætlar að krækja í mig þarf að hafa !!! Það er bara synd að bráðinn var ekki föl enda eru sharmerandi og skemmtilegir karlmenn almennt ekki á lausu komnir á fertugsaldur Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband